flugfréttir
Framleiðsla Dash 8-400 flugvélanna í óvissu
- De Havilland Canada gerir hlé á framleiðslunni síðar á þessu ári

Dash 8-400 flugvél í samsetningu í Toronto í Kanada
Kanadíski flugvélaframleiðandinn De Havilland Canada hefur tilkynnt að til standi að gera hlé á framleiðslu á farþegaflugvélum en í dag er Dash 8-400 eina flugvélategundin sem fyrirtækið framleiðir.
Fram kemur að hlé verði gert á samsetningu á Dash 8-400 í ár þegar búið verður að framleiða þær pantanir sem gerðar hafa verið
en í augnablikinu er á áætlun að afhenda 17 slíkar flugvélar á þessu ári.
De Havilland Canada hefur sent birgjum og samstarfsaðilum skilaboð um að hætta að framleiða íhluti í Dash 8-400 vélarnar í bili
til þess að koma í veg fyrir framleiðslu á flugvélum sem ekki er víst að verði keyptar.
Fyrirtækið tók yfir framleiðslunni á Dash 8-400 árið 2019 og hafa flugvélarnar verið framleiddar í verksmiðjum Bombardier
í Toronto í Kanada og hefur fyrirtækið samning um að hafa aðstöðu í verksmiðjunum til ársins 2023.
Fram kemur að framtíð Dash 8-400 vélanna sé í óvissu þar sem aðeins er eftir að framleiða 17 til 19 flugvélar af þessari gerð
en óþekktur viðskiptavinur hefur pantanir í tvær af þessum 19 flugvélum og er ekki víst hvort að þær vélar verði framleiddar.
Í dag eru um 325 Dash 8 flugvélar í geymslu vegna heimsfaraldursins en af þeim eru 186 af gerðinni Dash 8-400,
51 af gerðinni Dash 8-300, 25 af gerðinni Dash 8-200 og 63 af gerðinni Dash 8-100.
De Havilland Canada einblínir núna á að aðstoða viðskiptavini við að koma Dash 8 vélunum aftur
í umferð og á meðan ástandið varir þá er lítil eftirspurn eftir nýjum Dash 8 flugvélum.


29. nóvember 2020
|
Flugmálayfirvöld í Kína hafa gefið frá sér tilmæli til þeirra kínverskra flugrekenda sem hafa Boeing 737 Classic þotur í flota sínum þar sem þeim er ráðlagt að framkvæma skoðun á hjólabúnaði eftir að

8. desember 2020
|
Norwegian hefur sótt um vernd fyrir kröfuhöfum og lánadrottnum til stjórnvalda í Noregi sem svipar til þeirri gjaldþrotavernd sem félagið sótt um á Írlandi í nóvember.

7. desember 2020
|
Markaðsfyrirtækið JetNet telur að eftirspurn eftir einkaþotum á næstu árum verður ekki eins mikil og upphaflega var gert ráð fyrir en fyrirtækið hefur uppfært spá sína varðandi eftirspurn eftir einka

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.