flugfréttir
Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

Frá Heathrow-flugvellinum í London
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.
Árið 2019 var London Heathrow 7. stærsti flugvöllur heims og 2. stærsti í heimi er kemur að fjölda
farþega í millilandaflugi og sá stærsti í Evrópu en vegna heimsfaraldursins
þá dróst flugumferð um Heathrow saman um 60 til 70 prósent og er flugvöllurinn í dag í 31. sæti yfir þá stærstu
í heimi.
Árið 2020 voru skráð 182.800 farþegaflug um London Heathrow sem jafngildir 500 hreyfingum á dag sem er 61% minni flugumferð samanborið
við árið 2019 þegar fjöldi flugferða um Heathrow mældist 475.800 flugtök og lendingar eða 1.303 á dag.
Í dag er flugumferðin um London Heathrow orðin álíka mikil og á smærri flugvöllum í Bandaríkjunum og
tölur um flugtök og lendingar sambærilegar og tölur sem finna má á Salt Lake City flugvelli og Orlando-flugvelli.


7. desember 2020
|
Noregur mun fljótlega fá nýtt flugfélag sem verið er að stofna þar í landi en um helgina var tilkynnt formlega um nafnið á nýja flugfélaginu.

7. desember 2020
|
Hætt hefur verið við flugsýningina Paris Air Show sem átti að fara fram næsta sumar vegna heimsfaraldursins.

25. október 2020
|
Ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam hefur fengið sérstaka vottun frá samgönguöryggisnefnd Evrópu (EASA) fyrir dísel-útgáfu af Tecnam P2010 flugvélinni.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.