flugfréttir

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:42

Qatar Airways hefur í dag tíu Airbus A380 risaþotur í flota sínum og mun sennileg helmingur þeirra ekki fljúga aftur

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót taldi félagið að allar risaþotur félagsins færu aftur í notkun.

Þetta sagði Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways, á rafrænni ráðstefnu á vegum CAPA sem fram fór í dag og tók Al Baker fram að Airbus A380 væri versta þotan er kæmur að hagkvæmni og umhverfismálum.

Qatar Airways hefur í dag tíu Airbus A380 risaþotur en engar af þeim eru í notkun í dag og verða því sennilega aðeins fimm þotur í rekstri þegar félagið mun hefja aftur risaþotuflug.

Hljóðið í Al Baker hefur breyst er kemur að risaþotunni og nefndi hann að þær væru mjög óhagkvæmar í rekstri en þegar Qatar Airways tók við þeirri fyrstu árið 2014 lofsamaði hann risaþoturnar og sagði að þær yrðu burðarstólpinn í rekstri félagsins og myndu opna dyrnar að nýjum tækifærum.

„Ef þú hefur áhuga á að kaupa eina risaþotu til að eiga sjálfur þá skal ég selja þér hana“, sagði Al Baker í gríni er hann ávarpaði fundargesti á CAPA ráðstefnunni á Netinu.

Mark Drusch, varaformaður Qatar Airways, sagði í desember að flugfélaginu lægi ekkert á að fljúga risaþotunum og taldi hann að þær myndu allar hefja sig til flugs þegar að því kemur en svo virðist sem að annað sé uppi á teningnum í dag.  fréttir af handahófi

Flugfélögin þurfa allt að 10.000 milljarða til viðbótar

23. nóvember 2020

|

Flugfélög heimsins þurfa allt að 80 milljarða Bandaríkjadali til viðbótar í fjárhagsaðstoð til þess að þrauka í gegnum heimsfaraldurinn eða sem nemur 10.900 milljörðum króna.

Afkoma Lufthansa Group versnar - Losa sig við 56 þotur

5. nóvember 2020

|

Stjórn Lufthansa telur ólíklegt að Airbus A380 þoturnar verða notaðar meira og er séð fram á að dagar risaþotunnar er því taldir hjá flugfélaginu þýska.

Thai Airways setur 8 þotur til viðbótar á sölu

16. desember 2020

|

Thai Airways hefur ákveðið að setja fleiri flugvélar á sölu í þeim tilgangi að styrkja fjárhagsstöðu flugfélagsins tælenska.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00