flugfréttir
Heathrow kallar eftir aðgerðum frá stjórnvöldum

Flugturninn á Heathrow-flugvellinum í London í Bretlandi
Stjórn Heathrow-flugvallarins hefur óskað eftir því að bresk stjórnvöld komi með hugmyndir að lausnum varðandi það útgöngubann sem ríkir í Bretlandi á sama tíma og farþegafjöldi um Heathrow heldur áfram að lækka niður í sögulegt lágmark.
Fram kemur að áhrifin af útgöngubanni, ferðatakmörkunum og reglugerðum um sóttkví fæli fólk
frá því að ferðast með flugi en farþegar um Heathrow-flugvöll í janúar sem leið voru aðeins 11 prósent af þeim fjölda
sem fór um flugvöllinn á sama tímabili í fyrra.
John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins, segir að flugvöllurinn styðji við þær
aðgerðir sem bresk stjórnvöld hafa innleitt vegna heimsfaraldursins en tekur fram að viðbótarkröfur
sem fara fram á sóttkví á hóteli í allt að átta daga á kostnað farþega auk skimunar dragi enn meira úr ferðalöngun fólks.
Holland-Kaye segir nauðsynlegt að koma upp með drög að áætlun til lengri tíma sem flugiðnaðurinn
geti unnið eftir til að tryggja innviðina í fluginu sem um leið styður við efnahag Bretlands.


7. desember 2020
|
Emirates hefur frestað afhendingum á seinustu Airbus A380 risaþotunum fram til ársins 2022 en félagið á eftir að fá fimm risaþotur afhentar í dag.

20. desember 2020
|
Air Greenland hefur staðfest pöntun í eina Airbus A330neo breiðþotu sem afhent verður til félagsins á næsta ári en flugfélagið grænlenska gerði samkomulag við Airbus um kaupin í janúar á þessu ári.

11. febrúar 2021
|
Air Namibia hefur stöðvað alla starfsemi sína þegar í stað frá og með deginum í dag og hefur allt áætlunarflug á vegum félagsins verið fellt niður.

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

23. febrúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

22. febrúar 2021
|
British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

22. febrúar 2021
|
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

22. febrúar 2021
|
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr