flugfréttir

Air Namibia gjaldþrota

- Allt áætlunarflug fellt niður og starfsemin stöðvuð frá og með deginum í dag

11. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:01

Airbus A319 þotur frá Air Namibia á flugvellinum í Windhoek

Air Namibia hefur stöðvað alla starfsemi sína þegar í stað frá og með deginum í dag og hefur allt áætlunarflug á vegum félagsins verið fellt niður.

Fréttatilkynning var send í gærkvöldi frá félaginu þar sem fram kom að ákveðið hafi verið að binda endi á rekstur félagsins og fer ríkisstjórn Namibíu fram á að flugfélagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Öllum flugvélum hefur verið flogið heim til höfuðstöðvanna í Windhoek í Namibíu og þá segir í tilkynningu frá Air Namibia að lokað hafi verið fyrir bókunarkerfi félagsins og er farþegum gert að hafa samband í tölvupósti til að fá flugmiða endurgreidda.

Búið var að gera viðsnúningsáætlun fyrir félagið en sökum skulda var sú áætlun ekki samþykkt og kemur fram að það hefði þurft tæpa 60 milljarða króna til svo að hægt hefði verið að bjarga rekstri Air Namibia en ríkisstjórn Namibíu hefur á sl. 10 árum þegar sett um 70 milljarða króna í rekstur félagsins.

McDonnell Douglas MD-11 þota Air Namibia á flugvellinum í Frankfurt í Þýskalandi

Air Namibia var eitt elsta flugfélag Afríku, stofnað fyrir 74 árum síðan eða árið 1946, en rekstur félagsins hafði gengið mjög brösulega að undanförnu fyrir heimsfaraldurinn en fram kemur að 15 af þeim 19 áfangastöðum sem félagið flaug til voru ekki að skila félaginu hagnaði.

Þá segir fjármálaráðherra Namibíu að það sem gerði reksturinn mjög erfiðan var ósamræmi í flugflota félagsins með mörgum flugvélategundum, hár starfsmannafjöldi miðað við umsvif og óhagkvæmar stjórnunaraðferðir.

Air Namibia hafði tíu þotur í flota sínum af gerðinni Airbus A319, Airbus A330 auk Embraer-flugvéla en félagið hefur haft margar flugvélategundir í flotanum í gegnum tíðina og þar á meðal þotur af gerðinni Boeing 747, Boeing 767, Boeing 727, Airbus A340 og McDonnell Douglas MD-11.  fréttir af handahófi

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Styrkja minni flugvelli sem ætlaðir eru fyrir einkaflug

5. janúar 2021

|

Ríkisstjórn Bandaríkjanna ætlar að verja 5.7 milljörðum króna í styrki til minni flugvalla í Bandaríkjunum sem eru eingöngu ætlaðir einkaflugi og almannaflugi.

EASA gefur út vottun fyrir fraktútgáfu af ATR-72-600

4. desember 2020

|

Fransk-ítalski flugvélaframleiðandinn ATR hefur fengið flughæfnisvottun frá flugmálayfirvöldum í Evrópu (EASA) fyrir fraktútgáfu af ATR 72-600 flugvélinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00