flugfréttir
Fyrsta A300 þotan með nýjum stjórntækjum afhent til UPS

Stjórnklefinn eftir endurbæturnar á fyrstu Airbus A330 breiðþotunni frá UPS sem hefur fengist undir breytingarnar
Airbus hefur lokið við uppsetningu á nýjum stjórntækjum fyrir Airbus A300-600 breiðþotuna og afhent þotuna til baka til fraktflugfélagsins UPS (United Parcel Service) en þetta er í fyrsta sinn sem Airbus kemur fyrir endurbættum stjórntækjum fyrir þessa flugvélategund sem kom fyrst á markað árið 1974.
Vöruflutningarisinn United Parcel Service (UPS) gerði samning við Honeywell og Airbus um uppfærslu á stjórntækjum, skjám og tölvubúnaði á 52 Airbus A300 þotum
árið 2017.
Með þessu mun líftími flugvélanna lengjast um a.m.k. 18 ár en meðal annars verður nýjum flugtölvum (FMS) og nýjum RVR 4000 veðurratsjám komið fyrir í vélunum auk þess sem þær munu
fá LCD skjái fyrir báða flugmenn, nýtt Integrated Standby Instrument kerfi, nýjan ACARS-búnað og þá verður skipt um viðhaldstölvukerfi og árekstrarvara.
Endurnýjunin á stjórntækjunum fór fram í verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama í Bandaríkjunum og
var flugvélin afhent þann 3. febrúar til UPS. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á eins viðamikla
breytingu á stjórnklefa fyrir Airbus A330 og gáfu evrópskt flugmálayfirvöld (EASA) út vottun fyrir breytingunni
þann 22. desember sl. og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) þann 5. janúar sl.
Ed Walton hjá UPS segir að Airbus A300 breiðþoturnar, sem keyptar voru á sínum tíma frá Airbus, séu
ennþá einn helsti vinnuhesturinn í flota félagsins og séu þær ennþá ungar með tilliti til fjölda flugferða og eigi
þær því nóg eftir.
Stærsta byltingin fyrir Airbus A300 vélar UPS verður að fá nýja flugtölvu sem kemur með gagnagrunni sem heldur utan um flugupplýsingar og flugvelli um allan heim en þær munu koma með Future Air Navigation System (FANS).
Núverandi flugtölvur (FMS) í Airbus A300 vélum félagsins hafa ekki nægilega stórt minni og geyma þær því aðeins upplýsingar fyrir lítil svæði með fáum flugvöllum og þarf því að setja upp nýjan gagnagrunn í hvert skipti sem hver flugvél ætlar að fljúga til annarra svæða en hún hefur flogið fram að því.


13. febrúar 2021
|
Airbus hefur lokið við uppsetningu á nýjum stjórntækjum fyrir Airbus A300-600 breiðþotuna og afhent þotuna til baka til fraktflugfélagsins UPS (United Parcel Service) en þetta er í fyrsta sinn sem Ai

19. febrúar 2021
|
British Airways hefur flogið Airbus A318 þotu félagsins sitt síðasta flug til Twente-flugvallarins í Hollandi en flugfélagið breska hætti að nota vélarnar í fyrra.

22. desember 2020
|
Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur formlega kvatt Boeing 747 júmbó-þotuna sem hafa sagt skilið við flugfélagið eftir að hafa verið í flota þess í allri 36 ára sögu félagsins.

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

23. febrúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

22. febrúar 2021
|
British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

22. febrúar 2021
|
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

22. febrúar 2021
|
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr