flugfréttir
Ryanair sakar franska ríkið um að mismuna lágfargjaldafélögum

Boeing 737-800 þotur Ryanair
Ryanair hefur ítrekað óánægju sína yfir ákvörðun frönsku ríkisstjórnarinnar um að veita frekari fjárhagslega aðstoð til Air France og segir félagið að lítið sem ekkert sé gert til að koma til móts við þau lágfargjaldaflugfélög sem séu umsvifamikil í flugsamgöngum til og frá Frakklandi.
Jean-Baptiste Djebbari, samgönguráðherra Frakklands, sem einnig er flugmaður, hefur
svarað ummælum Ryanair og tekur fram að aðeins sé verið að framfylgja reglugerðum
frá Evrópusambandinu sem fela meðal annars í sér aðgerðir til að tryggja heilbrigða
samkeppni og tekur hann fram að umsvif lágfargjaldaflugfélaga eigi það til að hafa neikvæð
áhrif á markaðinn.
Djebbari nefnir að starfshættir lágfargjaldaflugfélaga fela oft í sér að ráða sjálfstæða verktaka til starfa
sem fyrirgerir rétti þeirra flugfélaga til þess að fara fram á fjárhagslega aðstoð frá öðru landi eða forgang
er kemur að úthlutun á afgreiðsluplássum á flugvöllum.
Ryanair hefur mótmælt því harðlega að Air France sé að fá fjárhagslega aðstoð og nefnt að
lágfargjaldafélagið írska ætti þá í minnsta lagi fá úhlutað einhverjum afgreiðsluplássum
á Orly-flugvellinum í París.
Djebbari segir að franska ríkið sé enn ekki búið að ákveða endurfjármögnun til Air France
en Air France fékk fjárhagslega aðstoð í fyrra frá franska ríkinu upp á 7 milljarða evra
en af því voru 3 milljarðar í formi láns og er tekið fram að það sé allt í samræmi við reglugerðir
frá Evrópusambandinu.
„Ef enn ein önnur ólögleg fjárhagsaðstoð mun eiga sér stað til Air France þá þarf að grípa
til aðgerða til þess að viðhalda heilbrigðri samkeppni í flugi til og frá Frakklandi og til þess að tryggja
hagsmuni franskra viðskiptavina og þeirra sem heimsækja Frakkland“, segir í yfirlýsingu
frá Ryanair.


27. janúar 2021
|
Flugmálayfirvöld í Bretlandi tilkynntu í dag að búið sé að gefa heimild fyrir notkun Boeing 737 MAX vélanna í Bretlandi en tilkynning þess efnis kemur sama dag og EASA í Evrópu aflétti flugbanni vegn

25. janúar 2021
|
Stjórn flugvallarins í Denver í Bandaríkjunum íhugar nú að láta verða að framkvæmdum á nýrri flugbraut sem yrði þá sjöunda flugbrautin á vellinum.

2. janúar 2021
|
Bandaríska flugfélagið JetBlue Airlines byrjaði nýja árið með stæl er félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus A220 þotu sem framleidd var í verksmiðjum Airbus í Mobile í Alabama í Bandaríkjunum.

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

23. febrúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

22. febrúar 2021
|
British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

22. febrúar 2021
|
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

22. febrúar 2021
|
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr