flugfréttir

Tvær 737 MAX þotur Icelandair komnar heim frá Spáni

- „Mývatn“ og „Búlandstindur“ aftur til Íslands eftir 15 mánaða geymslu

15. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 11:14

TF-ICO („Búlandstindur“) á flugvellinum í Lleida á Spáni í nóvember í fyrra ásamt fleiri Boeing 737 MAX þotum auk Boeing 757-300 þotu félgsins („Þingvellir“)

Icelandair sótti í gær tvær af þeim fimm Boeing 737 MAX þotum sem geymdar hafa verið á Spáni frá því um haustið 2019 og lentu flugvélarnar tvær á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum eftir hádegi í gær.

Um er að ræða MAX-þoturnar TF-ICN („Mývatn“) og TF-ICO („Búlandstindur“) og mun Icelandair undirbúa þær næstu vikurnar fyrir sumarvertíðina og er áætlað að þær hefji áætlunarflug að nýju seinnipartinn í mars eða í apríl en það veltur þó allt á framvindu heimsfaraldursins vegna Covid-19.

Þoturnar hafa verið á Spáni í næstum eitt og hálft ár í langtímageymslu en þeim var flogið til Spánar sjö mánuðum eftir að Boeing 737 MAX þoturnar voru kyrrsettar víðsvegar um heiminn og tæpu hálfu ári áður en heimsfaraldurinn skall á í mars 2020.

Boeing 737 MAX vélarnar voru í geymslu á Lleida-Alguaire flugvellinum, skammt suður af landamærum Frakklands og Spánar í Katalóníu. Vélarnar voru ferjaðar þangað til að geyma þær í hlýrra loftslagi að minnsta kosti fram á vorið 2020 en þá var ekki séð fram á hvaða örlög áttu eftir að dynja yfir heimsbyggðina með meðfylgjandi áhrifum á flugiðnaðinn.

Boeing 737 MAX þoturnar tvær á heimleið á Flightradar24.com í gær um klukkustund fyrir komuna til Keflavíkurflugvallar (merktar með rauðu)

Flugið frá Lleida til Keflavíkur tók um 4 klukkustundir og fóru Mývatn og Búlandstindur í loftið með 20 mínútna millibili frá Spáni og lentu með sautján mínútna millibili í Keflavík, önnur þotan klukkan 13:12 og hin kl. 13:29.

Flugmennirnir sem flugu TF-ICN („Mývatn“) voru þeir Kári Kárason og Haraldur Baldursson, sem var flugstjóri í þeirri ferð, á meðan þeir Þórarinn Hjálmarsson og Eiríkur Haraldsson sáu um að fljúga Búlandstindi (TF-ICO) heim.

Icelandair hefur fengið sex Boeing 737 MAX þotur afhentar en af þeim eru fimm af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og ein af gerðinni Boeing 737 MAX 9 en þá eru þrjár MAX þotur til viðbótar tilbúnar hjá Boeing sem bíða þess að verða afhentar til félagsins.

Sjö þotur frá Icelandair á Lleida-Alguaire flugvellinum á Spáni  fréttir af handahófi

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Montenegro Airlines hættir starfsemi

26. desember 2020

|

Flugfélagið Montenegro Airlines, ríkisflugfélag Svartfjallalands, er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi og var síðasta áætlunarflugið farið á Jóladag sem var áætlunarflug á milli Be

Wizz Air með næstmestu umsvifin í sumar í Osló

26. janúar 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air stefnir á að hefja flug frá Osló til enn fleiri áfangastaða í Evrópu á þessu ári þrátt fyrir óánægju meðal nokkurra þingflokka á norska þinginu sem hafa fordæmt

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00