flugfréttir
Sá ekki stöðu á hjólabúnaði þar sem iPad-spjaldtölvan var fyrir
- Magalenti Cessna 172 flugvél á flugvelli í Atlanta

Flugmaður með spjaldtölvu á stýri í stjórnklefa á Cessna C172 - Myndin tengist ekki fréttinni beint
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað þann 13. febrúar árið 2019 er flugvél af gerðinni Cessna C172RG magalenti á Cobb County flugvellinum í Atlanta.
Flugmaður vélarinnar sagði að hann hafi tekið eftir því að hann væri aðeins of hár í aðfluginu og dró hann úr aflinu
en heyrði við það hljóð frá ofrisflautu vélarinnar.
Flugmaðurinn fór yfir mæla vélarinnar og gaf því gaum að mælir sem sýnir soggreinaþrýsting var á núlli og hafi hann því ætlað
að hætta við lendingu og fara í fráhvarfsflug („go around“) en hafi að lokum hætt við þá ákvörðun og ákveðið þess í stað að lenda.
Flugmaðurinn sagði að hann hafi ekki séð stöðuna á skaftinu sem setur hjólabúnaðinn niður þar sem iPad-spjaldtölva
hans var fyrir. Þá sagði flugmaðurinn að í óðagotinu, þar sem honum fannst hann þurfa að lenda strax, hafi hann óvart
talið sig vera á hefðbundinni Cessna C172 flugvél með föstum hjólabúnaði líkt og flestar flugvélar eru útfærðar af þeirri gerð.
Flugvélin magalenti á brautinni og varð fyrir minniháttar skemmdum undir skrokknum en flugmanninn sakaði ekki.
NTSB telur orsök atviksins vera mistök flugmannsins við að setja niður hjólin auk þess sem spjaldtölva hans kom í veg
fyrir að hann sá stöðuna á skaftinu sem setur niður hjólin auk þess sem honum fannst hann vera undir þrýstingi að lenda
vélinni sem fyrst.


18. janúar 2021
|
Kanadísk flugmálayfirvöld hafa gefið út vottun fyrir Boeing 737 MAX sem þýðir að allar MAX þotur í Kanada geta hafið sig til flugs að nýju frá og með næstkomandi miðvikudegi auk þess sem 737 MAX vé

1. desember 2020
|
Desember gæti orðið örlagaríkur mánuður fyrir Norwegian þar sem framtíð félagsins gæti skýrst betur þar sem tvö aðskilin mál verða tekin fyrir dómstólum beggja megin Atlantshafsins.

29. desember 2020
|
Gjaldþrotastjórn slóvenska flugfélagsins Adria Airways reynir nú að gera þriðju tilraun til þess að selja merki og markaðsímynd flugfélagsins sem varð gjaldþrota í september í fyrra.

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

23. febrúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

22. febrúar 2021
|
British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

22. febrúar 2021
|
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

22. febrúar 2021
|
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr