flugfréttir

Finnair mun sjá um niðurrif á þotu í fyrsta sinn

- Ætla að nýta elstu Airbus A319 þotuna í varahluti

16. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 16:31

Airbus A319 þotan sem Finnair ætlar að sjá sjálft um að rífa niður í brotajárn

Finnska flugfélagið Finnair hefur ákveðið að rífa niður í brotajárn eina af þeim Airbus A319 þotum sem félagið hefur í flota sínum.

Þotan, sem var afhent til félagsins árið 2002, er 21 árs gömul og hefur Finnair komist að því að flugvélin sé betur nýtt í varahluti fyrir hinar Airbus A319 þoturnar en félagið hefur sjö A319 þotur í sínum flota.

Flugvélin verður rifin niður á flugvellinum í Helsinki og verða íhlutir, sæti, hjólabúnaður, stjórntæki og annar búnaður notaður sem varahlutir í hinar flugvélarnar en fram kemur að þetta sé í fyrsta skipti sem að Finnair ræðst í niðurrif sem fram fer í Finnlandi.

Að öðru leyti hefði Finnair sent flugvélina í niðurrif til fyrirtækja sem sérhæfa sig í brotajárni á borð við fyrirtækin End-of-Life Solutions (AELS) í Hollandi eða hjá Air Salvege International á Englandi en í þetta skipti ákvað Finnair að taka verkið að sér og láta flugvirkja félagsins um vinnuna.

Airbus A319 þotan sem fer í niðurrif ber skráninguna OH-LVH og er hún elsta A319 þotan hjá Finnair sem fékk þotuna afhenta árið 2002 en flugvélin var áður í rekstri hjá Sabena í Belgíu sem varð gjaldþrota árið 2001.  fréttir af handahófi

Boeing 737 fraktþota rann út af braut eftir lendingu í Keflavík

6. janúar 2021

|

Fraktflugvél frá Bluebird Nordic rann út af flugbraut í morgun eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli þegar flugvélin var að yfirgefa brautina.

Fjöldi flugfarþega árið 2020 svipaður og var árið 2004

4. febrúar 2021

|

Árið 2020 mun fara í sögubækurnar sem eitt versta árið í fluginu en Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) birtu sl. mánudag tölfræði yfir farþegatölur í heiminum fyrir árið sem leið.

Spá því að flugumferðin í Evrópu fari dvínandi á næstunni

1. febrúar 2021

|

Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol hefur gefið frá sér nýja skýrslu með tölur yfir flugumferð en þar kemur fram að ástandi í fluginu í Evrópu fari versnandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00