flugfréttir

Í viðræðum við Boeing og Airbus um kaup á smærri þotum

17. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:56

Lufthansa hefur fjórtán Airbus A380 risaþotur í flota sínum

Lufthansa á nú í viðræðum bæði við Boeing og Airbus um möguleg kaup á smærri farþegaþotum þar sem flugfélagið þýska stefnir á að hætta með stórar þotur á borð við Airbus A380 og Boeing 747 vegna breyttra aðstæðna í fluginu.

Þetta kom fram á málþingi sem fram fór í London sl. mánudag þar sem Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa, tók til máls en hann tók fram að 29. janúar árið 2020 hafi verið upphafið af áhrifunum af kreppunni er Lufthansa felldi niður allt flug til Kína og í kjölfarið fylgdu fleiri áfangastaðir sem félagið hætti að fljúga til í langflugi.

„Seinasta vor komu dagar þar sem við flugum aðeins með 1 prósent af hefðbundnum farþegafjölda. Á venjulegum degi hafa um 300.000 til 350.000 farþegar flogið með Lufthansa en það komu dagar þar sem það voru aðeins nokkur þúsund farþegar um borð í flugvélunum okkar“, segir Spohr.

Lufthansa þurfti að leggja um 700 flugvélum af þeim átta hundruð sem eru í flotanum og þá voru allar fjórtán risaþoturnar settar í geymslu.

Spohr segir að Lufthansa Group hafi þurft að endurskoða alla rekstrarstefnu fyrirtækisins og hafi heimsfaraldurinn orðið til þess að nauðsynlegt sé að aðlaga flotann eins fljótt og hægt er að nýju umhverfi til þess að lágmarka tapið sem heimsfaraldurinn hefur orsakað.

„Við erum að semja bæði við Boeing og Airbus um pöntun á smærri og hagkvæmari flugvélakosti til að innleiða í flotann og munu þær koma í stað þeirra stóru og eldri flugvéla sem hafa verið í geymslu sem eru Boeing 747 og Airbus A380“, segir Spohr.  fréttir af handahófi

Avion Express sækir um vernd frá kröfuhöfum

1. desember 2020

|

Litháenska flugvélaleigan Avion Express ætlar að sækja um einskonar gjaldþrotavernd og fara fram á að fá skjól fyrir kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan fyrirtækið endurskipuleggur rekstur sinn vegna

Flugumferðin á pari við það sem var árið 2003

18. janúar 2021

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) segir að flugumferðin í heiminum í dag sé á pari við það sem var fyrir
17 árum síðan og sé fjöldi flugvéla í háloftunum í farþegaflugi því álíka mikill og var árið

Sjálfsmyndataka talin orsök flugslyss

10. desember 2020

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað á Púertó Ríkó í fyrra er fisflugvél brotlenti á sjó en slysið er rakið til þess að flugmaður vélar

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00