flugfréttir
Bjóða upp á útsýnisflug yfir Chernobyl

Ukraine International Airlines mun bjóða upp á útsýnisflug yfir Chernobyl-svæðið í næsta mánuði
Flugfélagið Ukraine International Airlines hefur ákveðið að gera líkt og mörg önnur flugfélög sem hafa boðið upp á öðruvísi flugferðir í heimsfaraldrinum á meðan farþegaflug liggur í dvala.
Ukraine International Airlines ætlar að fljúga útsýnisflug yfir Chernobyl kjarnorkuverið og
Antonov flugvélaverksmiðjurnar en þota frá félaginu mun hefja sig á loft frá Boryspil-flugvellinum
í Kænugarði og lenda þar síðan að flugi loknu.
Flugið verður flogið með Embraer E195 þotu og er stefnt á að flugferðin verði farin þann 7. mars næstkomandi
en uppselt var í flugið þann 15. febrúar og seldist upp á mettíma. Flugfélaginu hefur borist
það margar fyrirspurnir að búið er að skipuleggja aðra svipaða flugferð viku síðar eða þann 13. mars.
Bogdan Skotnykov, skipuleggjandi útsýnisflugsins, segir að áhuginn endurspegli söknuð meðal
fólks að fljúga en flugmaður á vegum Ukraine International Airlines verður fararstjóri
um borð og mun hann lýsa fyrir fólki því sem fyrir augu ber á leiðinni auk þess sem hann mun
segja farþegum sögur úr fluginu.


16. desember 2020
|
Thai Airways hefur ákveðið að setja fleiri flugvélar á sölu í þeim tilgangi að styrkja fjárhagsstöðu flugfélagsins tælenska.

27. janúar 2021
|
Flugmálayfirvöld í Bretlandi tilkynntu í dag að búið sé að gefa heimild fyrir notkun Boeing 737 MAX vélanna í Bretlandi en tilkynning þess efnis kemur sama dag og EASA í Evrópu aflétti flugbanni vegn

16. febrúar 2021
|
Scandinavian Airlines (SAS) hefur gert samkomulag við hreyflaframleiðandann CFM International um kaup á fleiri hreyflum fyrir þær Airbus-þotur sem SAS á eftir að fá afhentar til viðbótar frá Airbus.

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

23. febrúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

22. febrúar 2021
|
British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

22. febrúar 2021
|
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

22. febrúar 2021
|
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr