flugfréttir

Stöðva framleiðslu á Dash 8-400 fyrir mitt árið 2021

18. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 19:25

De Havilland Dash 8-400 flugvél

Kanadíski flugvélaframleiðandinn De Havilland hefur staðfest að til standi að stöðva framleiðsluna á Dash 8-400 flugvélunum og gera hlé á smíði þeirra á fyrri helmingi ársins.

Fram kemur að framleiðslu verði hætt um óákveðin tíma um leið og búið verða að framleiða útistandandi pantanir af Dash 8-400 flugvélum sem á eftir að setja saman og þá mun framleiðandinn yfirgefa verksmiðjurnar í Downsview-hverfinu í Toronto fyrir lok ársins.

De Havilland áætlar að vera búið að framleiða þær flugvélar sem á eftir að smíða um mitt árið en gert er ráð fyrir að afhendingar muni standa yfir samt sem áður út árið 2021.

Flugvélaframleiðandinn hefur ekki staðfest nákvæmlega hversu margar Dash 8-400 flugvélar á eftir að setja saman en tekur fram að hlé verði gert á framleiðslunni vegna dræmrar eftirspurnar eftir nýjum flugvélum sem rekja má til heimsfaraldursins.

De Havilland segir að verið sé að skoða nýjar staðsetningar í Kanada fyrir flugvélaframleiðsluna en leigusamningurinn á verksmiðjunum í Downsview rennur út á þessu ári.

De Havilland segir að framleiðandinn verði tilbúin til þess að hefja aftur framleiðslu á Dash 8-400 flugvélunum um leið og eftirspurnin eykst aftur.  fréttir af handahófi

Avion Express sækir um vernd frá kröfuhöfum

1. desember 2020

|

Litháenska flugvélaleigan Avion Express ætlar að sækja um einskonar gjaldþrotavernd og fara fram á að fá skjól fyrir kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan fyrirtækið endurskipuleggur rekstur sinn vegna

British Airways fær vilyrði fyrir 350 milljóna króna láni

3. janúar 2021

|

Breska flugfélagið British Airways hefur fengið vilyrði fyrir láni upp á 349 milljónir króna en upphæðina mun flugfélagið nota til þess að tryggja sveigjanleika í rekstri fyrir árið 2021.

Nýr galli kemur í ljós í Dreamliner-þotunum

16. desember 2020

|

Nýr galli hefur uppgötvast á Dreamliner-þotunum sem hefur orðið til þess að Boeing hefur ákveðið að framlengja skoðunum og sérstöku eftirliti sem sett var á fyrr á þessu ári vegna vegna Boeing 787 þo

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00