flugfréttir
Airbus A318 þota BA flýgur sitt síðasta flug

Airbus A318 þota British Airways á London City flugvellinum
British Airways hefur flogið Airbus A318 þotu félagsins sitt síðasta flug til Twente-flugvallarins í Hollandi en flugfélagið breska hætti að nota vélarnar í fyrra.
British Airways hafði um skeið tvær Airbus A318 þotur sem voru notaðar fyrir sérstakt áætlunarflug
á milli London City flugvallarins og JFK-flugvallarins í New York en vélarnar voru innréttaðar
einungis með þægilegri sætum í einu stóru viðskiptafarrými.
Flestar þær flugvélar sem British Airways hefur þurft að taka úr umferð vegna heimsfaraldursins
hafa verið stórar þotur á borð við Airbus A380 og Boeing 747 en faraldurinn hefur einnig
bitnað á minni farþegaflugvélum og þá sérstaklega ef þær eru komnar til ára sinna.
Airbus A318 þotan var lengi minnsta farþegaþotan sem Airbus framleiddi þar til framleiðandinn
tók yfir framleiðsluna á CSeries-flugvélinni sem síðar varð að Airbus A220 en sú þota er þó aðeins 300 kílóum léttari en A318 er kemur að tómaþyngd (Empty Weight).
Önnur Airbus A318 þotan sem British Airways hafði í flotanum, G-EUNB, var afhent til Titan Airways árið 2017
og hefur félagið því aðeins notað G-EUNA fyrir flugið yfir Atlantshafið þar til félagið ákvað að hætta með flugið
á milli London City og New York í mars í fyrra.
Þotunni var loks flogið í gær frá Madríd á Spáni til Twente-flugvallarins í Enschede í Hollandi.


14. desember 2020
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að flugmenn og flugumferðarstjórar mega þiggja bóluefnið frá Pfizer við kórónaveirunni en með vissum skilyrðum þó.

3. janúar 2021
|
Breska flugfélagið British Airways hefur fengið vilyrði fyrir láni upp á 349 milljónir króna en upphæðina mun flugfélagið nota til þess að tryggja sveigjanleika í rekstri fyrir árið 2021.

3. febrúar 2021
|
Þrátt fyrir að árið 2020 hafi verið mjög erfitt ár hjá Boeing þá segir flugvélaframleiðandinn að starfsmenn fyrirtækisins munu samt sem áður fá bónusgreiðslur greiddar út í mars.

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

23. febrúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

22. febrúar 2021
|
British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

22. febrúar 2021
|
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

22. febrúar 2021
|
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr