flugfréttir

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 20:01

Fjölmiðlar á Ítalíu hafa greind frá því fyrir helgi að ríkisstjórn Ítalíu sé að vinna að viðsnúningsáætlun til þess að bera undir og kveikja undir áhuga hjá Lufthansa

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Haft er eftir fréttum að byrjað sé að gera drög að enn annarri endurskipulagningu á rekstri Alitalia til að uppfylla þær kröfur sem Lufthansa hafði sett sem skilyrði ef flugfélagið þýska ætti að fjárfesta í félaginu.

Fjölmiðlar á Ítalíu hafa greint frá því fyrir helgi að ríkisstjórn Ítalíu sé að vinna að viðsnúningsáætlun til þess að bera undir og kveikja undir áhuga hjá Lufthansa til þess að fjárfesta í Alitalia sem tæknilega var lýst gjaldþrota árið 2017 eftir margra ára taprekstur sem rekja má til vinsælda meðal Ítala á lágfargjaldafélögum á borð við Ryanair og easyJet.

Alitalia hefur aðeins geta haldið sér á floti með fé frá ítalska ríkinu sem hefur ítrekað reynt að finna fjársterka aðila eða annað flugfélag til þess að koma með fé inn í rekstur Alitalia.

Ríkisstjórn Ítalíu hefur lengi haft augastað á Lufthansa Group í ljósi þess að fyrirtækið hefur nokkrum sinnum tekið yfir rekstur annarra evrópskra flugfélaga og gert þau að dótturfélögum sínum á borð við SWISS International Air Lines, Brussels Airlines og Austrian Airlines.  fréttir af handahófi

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Reyndi að stjórna flugumferð með talstöð frá heimili sínu

1. febrúar 2021

|

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í íbúð sinni í Berlín sl. föstudag eftir að í ljós kom að hann hefur ítrekað stundað þá iðju að senda frá sér fyrirmæli til flugmanna í gegnum talstöð á sömu t

Von á bráðabirgðaskýrslu í vikunni

8. febrúar 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Indónesíu gerrir ráð fyrir að bráðabirgðaskýrsla verði birt næstkomandi miðvikudag vegna flugslyss er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-500 frá flugfélaginu Sriwijaya Air

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00