flugfréttir

Markaðsvirði á A380 risaþotum lækkar um 50 prósent

20. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:54

Airbus A380 risaþotur frá Air France hafa verið í langtímageymslu frá því um vorið 2020

Fyrirtækið International Bureau of Aviation (IBA) hefur gert úttekt á almennu verðgildi á farþegaflugvélum þar sem meðal annars kemur fram að verð á risaþotunni hefur minnkað um næstum því helming sé miðað við það sem A380 risaþotan var metin á fyrir heimsfaraldur.

Í úttektinni kemur fram að kyrrsetning á Airbus A380 risaþotunni víða um heim auk þess sem ákvörðun Airbus um að hætta að framleiða risaþotuna sé aðalorsök þess hversu mikið risaþoturnar hafa hrapað í verði.

Phil Seymour, forstjóri IBA, segir að á meðan heimsfaraldurinn hefur almennt haft mjög neikvæð áhrif á markaðsvirði á farþegaflugvélum af öllum gerðum þá hafa stórar þotur og breiðþotur lækkað mest í verði.

Einnig hafa nýjar þotur af minni gerðinni lækkað í verði á borð við Airbus A220 sem hefur lækkað um allt að 8 prósent vegna minni eftirspurnar en engin þota hefur lækkað eins mikið og Airbus A380.

Fram kemur að markaðsvirði á Boeing 737 MAX hafi lækkað um 12 prósent og verð á hefðbundnum Airbus A320 og A321 þotum og Boeing 737NG þotum um 17% og þá hefur Boeing 777 þoturnar lækkað um 20 prósent.

Í dag er bæði lítil sem engin eftirspurn eftir risaþotum né varahlutum fyrir þær og þá hafa fjölmörg flugfélög tilkynnt að þau hafi ákveðið að hætta að nota risaþotuna A380 ýmist tímabundið eða lagt þeim varanlega og telja hæpið að þau taki risaþoturnar aftur í notkun eftir heimsfaraldurinn.

Það að Airbus hafi ákveðið að hætta að framleiða Airbus A380 mun einnig þýða að risaþotan á sér ekki framtíð lengur og þá mun þjónusta við þær risaþotur sem eftir verða stöðvast einn daginn sem lætur flugfélög frekar líta til annarra tegunda af breiðþotum sem eiga sér lengri framtíð.  fréttir af handahófi

FAA heimilar bólusetningu fyrir flugmenn

14. desember 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að flugmenn og flugumferðarstjórar mega þiggja bóluefnið frá Pfizer við kórónaveirunni en með vissum skilyrðum þó.

Íranir vilja vita stöðuna á pöntun í 80 þotur frá Boeing

4. febrúar 2021

|

Stjórnvöld í Íran fara fram á að vita hver staðan er á risapöntun sem ríkisflugfélagið Iran Air lagði inn til Boeing árið 2016 í 80 þotur en pöntunin er metin á 2.159 milljarða króna.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00