flugfréttir

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

- Bilun kom upp skömmu eftir flugtak í Denver og einnig í Hollandi

21. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:37

Þotan fór í loftið frá flugvellinum í Denver í Bandaríkjunum í gær um kl. 20:05 að íslenskum tíma

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að brak féll til jarðar, annars vegar í Denver í Bandaríkjunum og hinsvegar nálægt Maastricht í Hollandi.

Í Bandaríkjunum var um að ræða bilun sem kom upp í hreyfli á breiðþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá bandaríska flugfélaginu United Airlines í gær skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Denver í Bandaríkjunum.

Þotan var á leið til Honolulu á Hawaii-eyjum með yfir 230 farþega innanborðs þegar alvarleg bilun kom upp í hægri hreyfli vélarinnar sem flokkast sem bilun sem á ensku nefnist  „uncontained engine failure“ sem þýðir að brak sem losnar verður ekki eftir inni í hreyflinum eins og þeir eru hannaðir til í þeim tilgangi að hlífa skrokk vélarinnar.

Brak úr hreyflinum auk hreyflahlífar losnaði í þessu tilviki og féll til jarðar og hafnaði umgjörð af hreyflahlífinni við inntak hreyfilsins í görðum einbýlishúsa í úthverfi Denver og hafa myndir af brakinu farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og á fréttavefsíðum víða um heim.

Atvikið átti sér stað um kvöldmatarleytið í gær en þotan fór í loftið frá Denver klukkan 20:05 að íslenskum tíma og lýstu flugmennirnir yfir neyðarástandi þegar þotan var komin í 13.000 feta hæð og fengu flugmennirnir leyfi til þess að lenda á hvaða braut sem hentaði best á flugvellinum í Denver.

Þotan lenti giftusamlega í Denver um 23 mínútum eftir flugtakið og staðnæmdist flugvélin á brautinni þar sem neyðarteymi og slökkviliðsbílar biðu vélarinnar og slökktu eld sem var laus í hreyflinum.

Skjáskot af myndbandi sem farþegi um borð í flugvélinni tók af hreyflinum

Myndabandi af hreyflinum sem farþegi um borð tók hefur verið dreift víða og sést þar hvar stór hluti af hreyflahlífinni hefur rifnað af auk þess sem töluverðan eld má sjá aftast í brunahólfi hreyfilsins.

Fram kemur að töluvert af braki hafi rignt niður yfir Broomfield-hverfinu og hafi það hafnað við nokkur íbúðarhús í einni götu hverfisins auk þess sem stórir hlutar af hreyflahlífinni hafi lent á fótboltavelli í nágrenninu. Engan sakaði hvorki á jörðu niðri né meðal þeirra sem voru um borð í flugvélinni.

Sjónarvottar á jörðu niðri sögðust meðal annars hafa heyrt hljóð frá sprengingu og segir einn sem varð vitni að atvikinu að hann hafi litið upp til himins og séð brak falla til jarðar frá flugvél sem hélt áfram að fljúga.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að rannsókn á atvikinu sé hafin og kemur samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) einnig að rannsókninni.

Brak úr hreyfli á Boeing 747 féll til jarðar eftir flugtak frá Maastricht

Í Hollandi var um að ræða júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400BCF frá fyrirtækinu Longtail Aviation sem var nýfarin í loftið frá flugvellinum í Maastricht á leið til John F. Kennedy flugvallarins í New York í Bandaríkjunum.

Upp kom sambærileg bilun í einum af fjórum hreyflum þotunnar og var einnig um að ræða bilun sem flokkast sem „uncontained engine failure“ og féll brak og þar á meðal brot úr hreyflablöðum til jarðar í bænum Meerssen en þá var þotan í klifri í 1.400 feta hæð.

Brak sem lenti ofan á bíl í bænum Meerssen í gær

Flugmenn vélarinnar lýstu einnig yfir neyðarástandi og þurfi flugvélin að hringsóla til að losa sig við eldsneyti til að ná lendingarþunga vélarinnar niður fyrir viðunandi mörk og var ákveðið að lenda á Liege-flugvellinum í Belgíu þar sem sá flugvöllur hefur lengri flugbraut.

Í fréttum kemur fram að brak hafi hafnað á bílum auk þess sem tveir einstaklinga urðu fyrir braki og hlutu minniháttar meiðsl af og var einn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Lögreglan varaði fólk við því að snerta brakið

Lögreglan í Hollandi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fólki var varað við því að snerta brakið og tilkynna það frekar til lögreglu.

Júmbó-þotan er um 30 ára gömul og var hún áður í flota Singapore Airlines, Air India, Air Cargo Germany og hjá Ruby Star Airways áður en hún fór í flugflota Longtail Aviation.

Fleiri myndir frá atvikinu í Bandaríkjunum:

  fréttir af handahófi

Brandenburg-flugvöllurinn tapar yfir 150 milljónum á dag

8. janúar 2021

|

Rekstaraðilar Brandenburg-flugvallarins í Berlín tapa um einni milljón evra á dag á rekstri flugvallarins sem samsvarar því að taprekstur flugvallarins nemur 156 milljónum króna á hverjum degi.

Segir mikla vaxtarmöguleika framundan eftir faraldurinn

27. desember 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að kórónaveirufaraldurinn eigi eftir að skapa mikil tækifæri fyrir sum flugfélög til þess að ná að vaxa enn frekar til þess að sinna mörkuðum sem ha

Air Lease kýs að kalla MAX-þoturnar Boeing 737-8

4. febrúar 2021

|

Flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur ákveðið að fjarlægja MAX titilinn úr nafninu á Boeing 737 MAX þotunum sem fyrirtækið hefur pantað og kosið að kalla þoturnar Boeing 737-8.

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00