flugfréttir

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

- Bilun kom upp skömmu eftir flugtak í Denver og einnig í Hollandi

21. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:37

Þotan fór í loftið frá flugvellinum í Denver í Bandaríkjunum í gær um kl. 20:05 að íslenskum tíma

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að brak féll til jarðar, annars vegar í Denver í Bandaríkjunum og hinsvegar nálægt Maastricht í Hollandi.

Í Bandaríkjunum var um að ræða bilun sem kom upp í hreyfli á breiðþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá bandaríska flugfélaginu United Airlines í gær skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Denver í Bandaríkjunum.

Þotan var á leið til Honolulu á Hawaii-eyjum með yfir 230 farþega innanborðs þegar alvarleg bilun kom upp í hægri hreyfli vélarinnar sem flokkast sem bilun sem á ensku nefnist  „uncontained engine failure“ sem þýðir að brak sem losnar verður ekki eftir inni í hreyflinum eins og þeir eru hannaðir til í þeim tilgangi að hlífa skrokk vélarinnar.

Brak úr hreyflinum auk hreyflahlífar losnaði í þessu tilviki og féll til jarðar og hafnaði umgjörð af hreyflahlífinni við inntak hreyfilsins í görðum einbýlishúsa í úthverfi Denver og hafa myndir af brakinu farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og á fréttavefsíðum víða um heim.

Atvikið átti sér stað um kvöldmatarleytið í gær en þotan fór í loftið frá Denver klukkan 20:05 að íslenskum tíma og lýstu flugmennirnir yfir neyðarástandi þegar þotan var komin í 13.000 feta hæð og fengu flugmennirnir leyfi til þess að lenda á hvaða braut sem hentaði best á flugvellinum í Denver.

Þotan lenti giftusamlega í Denver um 23 mínútum eftir flugtakið og staðnæmdist flugvélin á brautinni þar sem neyðarteymi og slökkviliðsbílar biðu vélarinnar og slökktu eld sem var laus í hreyflinum.

Skjáskot af myndbandi sem farþegi um borð í flugvélinni tók af hreyflinum

Myndabandi af hreyflinum sem farþegi um borð tók hefur verið dreift víða og sést þar hvar stór hluti af hreyflahlífinni hefur rifnað af auk þess sem töluverðan eld má sjá aftast í brunahólfi hreyfilsins.

Fram kemur að töluvert af braki hafi rignt niður yfir Broomfield-hverfinu og hafi það hafnað við nokkur íbúðarhús í einni götu hverfisins auk þess sem stórir hlutar af hreyflahlífinni hafi lent á fótboltavelli í nágrenninu. Engan sakaði hvorki á jörðu niðri né meðal þeirra sem voru um borð í flugvélinni.

Sjónarvottar á jörðu niðri sögðust meðal annars hafa heyrt hljóð frá sprengingu og segir einn sem varð vitni að atvikinu að hann hafi litið upp til himins og séð brak falla til jarðar frá flugvél sem hélt áfram að fljúga.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að rannsókn á atvikinu sé hafin og kemur samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) einnig að rannsókninni.

Brak úr hreyfli á Boeing 747 féll til jarðar eftir flugtak frá Maastricht

Í Hollandi var um að ræða júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400BCF frá fyrirtækinu Longtail Aviation sem var nýfarin í loftið frá flugvellinum í Maastricht á leið til John F. Kennedy flugvallarins í New York í Bandaríkjunum.

Upp kom sambærileg bilun í einum af fjórum hreyflum þotunnar og var einnig um að ræða bilun sem flokkast sem „uncontained engine failure“ og féll brak og þar á meðal brot úr hreyflablöðum til jarðar í bænum Meerssen en þá var þotan í klifri í 1.400 feta hæð.

Brak sem lenti ofan á bíl í bænum Meerssen í gær

Flugmenn vélarinnar lýstu einnig yfir neyðarástandi og þurfi flugvélin að hringsóla til að losa sig við eldsneyti til að ná lendingarþunga vélarinnar niður fyrir viðunandi mörk og var ákveðið að lenda á Liege-flugvellinum í Belgíu þar sem sá flugvöllur hefur lengri flugbraut.

Í fréttum kemur fram að brak hafi hafnað á bílum auk þess sem tveir einstaklinga urðu fyrir braki og hlutu minniháttar meiðsl af og var einn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Lögreglan varaði fólk við því að snerta brakið

Lögreglan í Hollandi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fólki var varað við því að snerta brakið og tilkynna það frekar til lögreglu.

Júmbó-þotan er um 30 ára gömul og var hún áður í flota Singapore Airlines, Air India, Air Cargo Germany og hjá Ruby Star Airways áður en hún fór í flugflota Longtail Aviation.

Fleiri myndir frá atvikinu í Bandaríkjunum:





















  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga