flugfréttir
Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

Boeing 777 þota frá United Airlines í flugtaki
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hreyfli á Boeing 777-200 þotu frá United Airlines skömmu eftir flugtak fá Denver.
Bilunin varð til þess að sprenging kom upp í hreyfli með þeim afleiðingum að öll klæðningin og hreyflahlífin rifnaði af og féll til jarðar og þurfti þotan að snúa við og nauðlenda í Denver.
Í kjölfarið sendu bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) frá sér neyðartilmæli seint í gærkvöldi þar sem
farið var fram á að bandarísk flugfélög skuli umsvifalaust taka tilteknar Boeing 777 þotur þegar úr umferð
tímabundið.
Í yfirlýsingu frá Boeing sem send var út í gær kemur fram að þau flugfélög, sem hafa Boeing 777 þotur í flota
sínum sem koma með sömu tegund af hreyflum og farþegaþotan frá United Airlines, sé gert að gera hlé
á notkun þeirra þar til skoðun hefur verið gerð á hreyflunum sem eru af gerðinni PW4000 og
eru framleiddir eru af Pratt & Whitney.
United Airlines hefur í kjölfarið kyrrsett 24 af þeim Boeing 777 þotum sem félagið hefur í sinum flota
og þá hafa flugmálayfirvöld í fleiri löndum fylgt í kjölfar og þar á meðal í Japan þar sem flugfélögum á borð við Japan Airlines
og ANA (All Nippon Airways) hefur verið gert að hætta öllu flugi með þeim Boeing 777 þotum sem koma með PW4000 hreyflunum.
Boeing segir að af þeim 120 Boeing 777 þotum sem tilmælin ná til þá séu um 69 af þeim í notkun á meðan
59 séu í geymslu vegna heimsfaraldursins.


26. janúar 2021
|
Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air stefnir á að hefja flug frá Osló til enn fleiri áfangastaða í Evrópu á þessu ári þrátt fyrir óánægju meðal nokkurra þingflokka á norska þinginu sem hafa fordæmt

15. janúar 2021
|
Bandarísk stjórnvöld hafa sett kínverska flugvélarframleiðandann Comac á svartan lista yfir þau kínversku kommúnistafyrirtæki sem standa í hernaðariðnaði.

3. desember 2020
|
Flughermasamfélagið stækkar ört og daglega fjölgar þeim einstaklingum í heiminum sem fljúga flugvélum án þess að fara út úr húsi.

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

23. febrúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

22. febrúar 2021
|
British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

22. febrúar 2021
|
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

22. febrúar 2021
|
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr