flugfréttir
Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs
- Óttast mikinn skort á fagfólki þegar flugið tekur við sér eftir faraldurinn

Ráðningarvefurinn JSfirm.com segir að byrjunin á árinu lofi góðu
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.
Fyrirtækið sérhæfir sig í atvinnumiðlun í flugiðnaðinum og kemur fram að
síðastliðna þrjá mánuði hafi atvinnuauglýsingar aukist um 19 prósent og var metfjölgun í janúar sl. er fjöldi atvinnuauglýsinga var farinn að nálgast sambærilegan fjölda af þeim auglýsingum sem settar voru inn fyrir tíma faraldursins.
JSfirm.com segir að stöðug aukning hafi verið í virkni á vefnum meðal vinnuveitenda sem eru að leita af starfskrafti og jókst sú virkni í janúar um 48% samanborið við desembermánuð.
„Eftir skyndilega og óvænta niðursveiflu í ráðningum í flugiðnaðinum árið 2020 þá höfum við beðið í ofvæni eftir því að sjá hvað árið 2021 ber í skauti sér. Þessi byrjun lofa allaveganna mjög góðu“, segir Abbey Hutter hjá JSfirm.com.
„Það sem við óttumst mest er allur sá fjöldi fagfólks sem hefur misst vinnuna
og hefur yfirgefið flugiðnaðinn að undanförnu sem gæti átt eftir að mynda stórt gat og enn meiri
skort á hæfileikaríku fólki en var fyrir tíma COVID-19“, segir Abbey.
Abbey tekur fram að sum fyrirtæki séu þegar farin að huga að ráðningum til þess að tryggja að þau lendi ekki í því að þau verða undirmönnuð þegar iðnaðurinn fer að taka við sér aftur.


27. nóvember 2020
|
Nokkrir stjórnmálamenn á norska þinginu eru ekki sáttir við innréið ungverska lágfargjaldafélagsins á innanlandsmarkaðinn í Noregi en nokkrir þingmenn ætla að leita til samkeppnisyfirvalda til þess a

14. febrúar 2021
|
Fraktþota frá vöruflutningafélaginu DHL þurfti að snúa við í gær eftir að aðalfrakthurð vélarinnar opnaðist skömmu eftir flugtak.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

23. febrúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

22. febrúar 2021
|
British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

22. febrúar 2021
|
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

22. febrúar 2021
|
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr