flugfréttir
Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

Flugvélar British Airways á Gatwick-flugvelli
British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 milljarða Sterlingspunda sem samsvarar 360 milljöðrum króna.
Lokið hefur verið við saminginn sem upphaflega var gerður þann 31. desember sl. og verður upphæðin greidd til British Airways á næstu dögum. Með þessu verður hægt að tryggja rekstur félagsins þangað til að millilandaflug kemst aftur í rétt horf eftir faraldurinn.
Þá er talið að með láninu verði hægt að bæta upp tekjutapið og létta róður flugfélagsins sem hefur
þurft að leggja nánast öllum flugflota félagsins á meðan eftirspurn eftir farþegaflugi
er í lágmarki.
British Airways, sem vanalega greiðir um 6,7 milljarða króna í breska lífeyrissjóði
fyrir starfsmenn sína á mánuði, hefur gert samning við New Airways Pension Scheme (NAPS) sjóðinn
um að fresta greiðslum fram í september í haust.
Fram kemur að móðurfélagið IAG sé að skoða fleiri sparnaðarleiðir til þess að auka
lausafé British Airways en meðal annars þá ætlar félagið ekki að greiða arð til
stjórnarformanna að minnsta kosti fram til ársins 2024.
Tekjur IAG drógust saman um 90 prósent síðastliðið sumar á meðan farþegum fækkaði
um 98% þegar fyrsta útgöngubannið var sett á í Bretlandi.
Yfir eitt þúsund milljarða króna tap var á rekstri IAG á þriðja ársfjórðungi ársins 2020 en von er á því að fyrirtækið birti afkomuskýrslu fyrir árið 2020 í heild sinni næstkomandi föstudag.


23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

11. febrúar 2021
|
Stjórn Heathrow-flugvallarins hefur óskað eftir því að bresk stjórnvöld komi með hugmyndir að lausnum varðandi það útgöngubann sem ríkir í Bretlandi á sama tíma og farþegafjöldi um Heathrow heldur á

3. desember 2020
|
Ryanair undirritaði í dag samning við Boeing um pöntun á 75 farþegaþotum til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

23. febrúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

22. febrúar 2021
|
British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

22. febrúar 2021
|
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

22. febrúar 2021
|
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr