flugfréttir

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

- Tvö blöð brotnuðu á Boeing 777 þotu United Airlines

23. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:15

Mynd af hreyflinum sem samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) birti í gær

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum skömmu eftir flugtak með þeim afleiðingum að nánast öll hreyflahlífin losnaði af og féll til jarðar í nokkrum bútum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) sem segir að eitt af hreyflablöðunum í inntaki hreyfilsins virðist hafa brotnað vegna málmþreytu en fram kemur að tvö blöð hafi brotnað, eitt við rótina blaðsins og þá brotnaði úr enda blaðsins við hliðina á.

„Varðandi hreyflablaðið sem var brotið alveg frá rótinni þá virðist bráðabirgðaskoðun leiða í ljós að skemmdin sé vegna þreytu í málminum í blaðinu“, segir Robert Sumwalt, yfirmaður NTSB.

„Hitt blaðið hefur sennilega skemmst eftir að brotið úr hinu blaðinu fór utan í það“, segir Robert. Þá urðu skemmdir á festingunni sem tengja hreyfilinn við vænginn auk þess sem brak gerði gat á klæðningu við vængrótina sem gerir straumlínulaga form þar sem vængurinn festist við skrokkinn en engar skemmdir hafa uppgötvast á flugvélinni sjálfri er varðar burðarvirkið.

Skemmdir á klæðningu við vængrótina eftir að brak þeyttist úr hreyflinum

NTSB hefur ekki tekist að komast að því hvort að atvikið að þessu sinni, sem átti sér stað sl. laugardag (20. febrúar), sé svipað og sambærilegt atvik sem átti sér stað þann 13. febrúar árið 2018 en þá var einnig um að ræða hreyfil af gerðinni PW4000 á Boeing 777 þotu félagsins. Það atvik olli þó ekki skemmdum og flokkaðist það því ekki sem „uncontained engine failure“.

Farið hefur verið fram á af flugmálayfirvöld í nokkrum löndum að Boeing 777 þotur með hreyfla af gerðinni PW4000 verði kyrrsettar tímabundið en tilmælin ná yfir tiltölulega fáar Boeing 777 þotur eða um 130 þotur en alls hafa verið framleiddar yfir 1.600 Boeing 777 þotur frá upphafi frá því þær komu á markað árið 1995.  fréttir af handahófi

Boeing gæti misst pantanir í 118 Boeing 777X þotur

2. febrúar 2021

|

Svo gæti farið að Boeing eigi eftir að missa um þriðjung af öllum þeim pöntunum sem borist hafa í nýju Boeing 777X breiðþotuna þar sem flugvélaframleiðandinn hefur nú tilkynnt um enn aðra seinkunina

AeroMexico byrjar að fljúga 737 MAX í næstu viku

14. desember 2020

|

AeroMexico ætlar sér að hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum í næstu viku en flugfélagið mexíkóska áætlar fyrsta flugið þann 21. desember næstkomandi.

Reyndi að klifra upp á vængling á Boeing 737 þotu

13. desember 2020

|

Kalla þurfti til lögreglu á McCarran-flugvellinum í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær eftir að karlmaður náði að komast upp á væng á Boeing 737 þotu og reyndi að klifra upp á vænglinginn („winglet“).

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00