flugfréttir

Boeing á að laga öll vandamál fyrst en ekki spá í nýrri þotu

23. febrúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:41

John Plueger, framkvæmdarstjóri flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation

Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, sem er ein stærsta flugvélaleiga heims, segir að Boeing eigi frekar að einblína á að ljúka við að lagfæra þau vandamál sem framleiðandinn er að glíma við varðandi þær þotur sem fyrirtækið framleiðir í dag í stað þess að vera að eyða tíma í að þróa nýja farþegaþotu.

Reglulega berast fregnir um að verið sé að undirbúa þróun á nýrri þotu sem er ætlað að verða einskonar arftaki Boeing 757 og Boeing 767 en Boeing hefur nefnt þá þotu „New Midsize Aircraft“ (NMA) þótt að talið sé að þar sem um að ræða þotu sem mun koma til með að nefnast Boeing 797.

John Plueger, framkvæmdarstjóri Air Lease, segir að áður en Boeing fer að ráðst í að þróa aðra farþegaþotu væri nær að laga þau vandamál sem framleiðandinn stendur frammi fyrir í dag og koma framleiðslunni í rétt horf.

„Við viljum að Boeing lagi allt sem er að ganga á innan fyrirtækisins. Seinkanir með Boeing 787 eru að valda okkur vandræðum auk þess sem vandræði hafa komið upp við afhendingar og einnig við samsetningu á þotunum“, segir Plueger.

„Boeing hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiða tíma og þrátt fyrir að þeir hafi náð mjög góðum árangri í að glíma við þessi vandamál þá er sannleikurinn sá að þeir þurfa að klára að laga öll þessi atriði hjá sér fyrst en þangað til höfum við engan áhuga á að ræða við þá um einhverja nýja flugvél“, bætir Plueger við.

Plueger segir að það sé í forgangi að koma með endanlega lausn á vandamálunum varðandi Dreamliner-þoturnar en eins og staðan er í dag segist hann að það skorti alla skýra sýn hjá Boeing varðandi varanlega lausn á vandamálunum.

Plueger segir að það hafi reynst mjög erfitt fyrir Boeing að finna lausnir á þessum vandamálum og svo lengi sem þoturnar uppfylli skilyrði frá flugmálayfirvöld þá sé hægt að nota vélarnar „eins og þær eru“ en meðal þeirra vandamála sem hafa komið upp er hárþunn rifa eða bil á milli eininga í skrokk vélanna sem uppgötvuðust í fyrra.

Þetta hefur valdið því að seinkanir hafa orðið á afhendingum og hefur ekki ein Dreamliner-þota verið afhent til Air Lease frá því í október í fyrra en samt sem áður hefur engin viðskiptavinur hætt við leigusamning vegna þess hversu lengi afhendingar hafa dregist á langinn.  fréttir af handahófi

Fyrsta farþegaflugið með 737 MAX eftir kyrrsetninguna

10. desember 2020

|

Boeing 737 MAX þotan flaug í gær sitt fyrsta áætlunarflug eftir 20 mánaða hlé en það var brasilíska flugfélagið GOL Linhas Aéreas sem var fyrsta allra flugfélaga í heiminum til þess að fljúga farþega

Wizz Air lokar bækistöð sinni í Þrándheimi

2. febrúar 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur lokað bækistöð sinni í Þrándheimi í Noregi aðeins þremur mánuðum eftir að flugfélagið tók stöðina í notkun sem var hluti af fyrirhugaðri útrás félagsins í

Myndband: Fékk fugl í hreyfil í flugtaki á Schiphol

4. janúar 2021

|

Fraktflugvél af gerðinni Airbus A300-600F frá vöruflutningarisanum DHL fékk fugl í hreyfil í flugtaki í gær á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

  Nýjustu flugfréttirnar

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

Reyna að fá Lufthansa til að fjárfesta í rekstri Alitalia

19. febrúar 2021

|

Sagt er að ítalska ríkisstjórnin hafi hafið viðræður að nýju við Lufthansa Group í von um að flugfélagasamsteypan þýska vilji fjárfesta í Alitalia í þeim tilgangi að koma flugfélaginu til bjargar.

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00