flugfréttir
Auka flugdrægið á A220-300
- Komu auga á svigrúm til þess að auka flugtaksþunga vélanna

Airbus A220-300 þotan sem upphaflega kom á markaðinn undir nafninu CS300 er hún var framleidd af Bombardier í Kanada
Airbus ætlar að auka flugdrægið á Airbus A220-300 þotunni (CSeries CS300) með því að bjóða upp á útgáfu af flugvélinni með auknum flugtaksþunga.
Antonio Da Costa, varaforstjóri yfir þeir farþegaþotudeild Airbus sem snýr að minni þotum, segir að starfsmenn Airbus hafi verið að fara
yfir burðargetu Airbus A220 þotunnar þegar þeir komu auga á svigrúm fyrir aukinni þyngd vélanna sem mætti
auka um eitt tonn sem verður notað til þess að auka eldsneytismagnið um borð.
Hámarksflugtaksþyngd A220 flugvélanna myndi því aukast úr 69.9 tonnum upp í 70.9 tonn og með viðbótareldsneyti
gætu þoturnar því flogið 200 mílum (nm) lengri vegalengd sem nemur 370 kílómetrum.
Antonio segir að það ríki mikil ánægja eftir að þessi möguleiki kom í ljós en einungis verður hægt
að auka flugdrægið á Airbus A220-300 þotunni sem er stærri útgáfan og helst flugtaksþungi minni vélanna (A220-100)
því óbreyttur.
Breytingin stendur viðskiptavinum til boða um mitt þetta ár og geta flugfélög breytt pöntun sinni þessvegna
á síðustu stundu yfir í langdrægari útgáfuna þrátt fyrir að stutt sé í afhendingu.


23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

23. mars 2021
|
Airbus ætlar að auka flugdrægið á Airbus A220-300 þotunni (CSeries CS300) með því að bjóða upp á útgáfu af flugvélinni með auknum flugtaksþunga.

26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

21. apríl 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur staðfest að félagið ætli að skera niður fjölda Airbus A380 risaþotnanna um helming og taka því fimm risaþotur endanlega úr flotanum.

19. apríl 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í dag að það ætlaði að hefja flug til Íslands að nýju nú í sumar en áætlanir United Airlines gera ráð fyrir að flogið verði áfram milli New York/Newark

19. apríl 2021
|
Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið fl

19. apríl 2021
|
Ryanair ætlar að áfrýja dómi Evrópudómstólsins sem vísaði frá máli lágfargjaldaflugfélagsins írska sem telur að fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórnum Svíðþjóðar, Finnlands og Dannmerkur til flugfélaganna

18. apríl 2021
|
Bandaríska flugfélagið Express Jet ætlar að hefja áætlunarflug að nýju en félagið hætti starfsemi sinni í september í fyrra og sagði upp öllu starfsfólki sínu í kjölfarið.

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.