flugfréttir
Misreiknuðu flugtaksþunga á Airbus A340 þotu um 90 tonn
- Alvarlegt atvik til rannsóknar á flugvellinum í Brussel

Airbus A340-600 breiðþota frá South African Airways
Flugmálayfirvöld í Suður-Afríku hafa hafið rannsókn á alvarlegu atviki sem átti sér stað er breiðþota frá flugfélaginu South African Airways var í flugtaki á flugvellinum í Brussel í Belgíu í febrúar síðastliðnum.
Fram kemur að atvikið varðar mistök við útreikninga á þyngd vélarinnar og tilkynntu flugmenn um atvikið
samkvæmt stöðluðum reglugerðum ekki innan 72 tíma eins og reglur gera ráð fyrir.
Atvikið átti sér stað þann 24. febrúar síðastliðinn en flugmálayfirvöld fréttu ekki af því fyrr en 17. mars sl.
Þotan, sem var af gerðinni Airbus A340-600, var í Belgíu til þess að sækja bóluefni gegn kórónaveirunni og höfðu flugmenn vélarinnar misreiknað
flugtaksþunga vélarinnar um heil 90 tonn og segir að litlu munaði að flugslys hefði átt sér stað vegna mistakanna.
Þar sem að rangar upplýsingar um þyngd vélarinnar voru settar inn í flugtölvu vélarinnar var flugvélin ekki að ná að hefja sig á loft
samkvæmt þeim hraða sem gefin er upp fyrir slíka þyngd en viðvörunarkerfi vélarinnar lét vita af villunni en það náði hinsvegar ekki að leiðrétta
flapastillingar og kemur fram að flugvélin hefði verið nálægt því að fara í ofris skömmu eftir flugtak.
Stjórnkerfið í Airbus A340-600 þotunni greip inn í með því að auka aflið sjálfkrafa og draga úr áfallshorni vélarinnar og náði þotan því meiri
hraða með því að lækka halla vélarinnar sem kom í veg fyrir mögulegt ofris.
Fram kemur að klifurhraði vélarinnar hafi lækkað niður í 500 fet á mínútu er flugvélin var í 150 feta hæð yfir flugvellinum og flugtakshraðinn hefði fallið niður um 10 hnúta og farið undir 200 hnúta sem varð til þess að ACARS-kerfi vélarinnar sendi sjálfkrafa boð um atvikið bæði til Airbus og hreyflaframleiðandans Rolls-Royce.
Flugmálayfirvöld í Suður-Afríku flokka atvikið sem „gríðarlega hættulegt“ og þrátt fyrir að engir farþegar hafi verið um borð og að engan
hafi sakað þá verður atvikið tekið til skoðunar og rannsakað ítarlega.
Samkvæmt fréttum kemur fram að flugmenn vélarinnar hafi ekki haft nægilegan flugtímafjölda að undanförnu til þess að fljúga Airbus A340-600 þotunni þar sem þær hafa að mestu leyti verið kyrrsettar vegna heimsfaraldursins og einnig vegna fjárhagsvanda flugfélagsins og eru því örfáir
flugmenn hjá South African Airways sem teljast nægilega hæfir til þess að fljúga þessari flugvélategund þar sem þeir hafa flogið henni oftar
að undanförnu.
Suður-Afrísk flugmálayfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa leyft flugvélinni að fljúga til Brussel með tilliti til hæfni flugmanna
en aðeins var um þessa einu flugferð að ræða til þess að sækja bóluefnið og var gefið út sérstakt leyfi fyrir fluginu og talið að flugmennirnir
væri nægilega hæfir á þessa flugvélategund.


23. mars 2021
|
Airbus ætlar að auka flugdrægið á Airbus A220-300 þotunni (CSeries CS300) með því að bjóða upp á útgáfu af flugvélinni með auknum flugtaksþunga.

6. apríl 2021
|
Japan Airlines hefur ákveðið að hætta með þrettán farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 en um er að ræða allar 777 þoturnar í flota félagsins sem koma með PW4000 hreyflum frá Pratt & Whitney hreyflafram

28. febrúar 2021
|
Boeing hefur lokið við samsetningu á síðustu Dreamliner-þotunni sem framleidd er í verksmiðjunum í Everett en héðan í frá verða Boeing 787 þoturnar einungis framleiddar í North Charleston í Suður-Ka

21. apríl 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur staðfest að félagið ætli að skera niður fjölda Airbus A380 risaþotnanna um helming og taka því fimm risaþotur endanlega úr flotanum.

19. apríl 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í dag að það ætlaði að hefja flug til Íslands að nýju nú í sumar en áætlanir United Airlines gera ráð fyrir að flogið verði áfram milli New York/Newark

19. apríl 2021
|
Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið fl

19. apríl 2021
|
Ryanair ætlar að áfrýja dómi Evrópudómstólsins sem vísaði frá máli lágfargjaldaflugfélagsins írska sem telur að fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórnum Svíðþjóðar, Finnlands og Dannmerkur til flugfélaganna

18. apríl 2021
|
Bandaríska flugfélagið Express Jet ætlar að hefja áætlunarflug að nýju en félagið hætti starfsemi sinni í september í fyrra og sagði upp öllu starfsfólki sínu í kjölfarið.

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.