flugfréttir
Fyrsta 737 MAX 200 þotan verður afhent Ryanair í apríl

Ryanair á von á því að fá sextán Boeing 737 MAX 200 afhentar fyrir sumarið
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist eiga von á því að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) muni gefa út flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX 200 á næsta dögum og jafnvel fyrir helgi.
Þetta kom fram á blaðamannafundi í gær þar sem O´Leary tók einnig fram að Ryanair eigi von á því að fá fyrstu 737 MAX 200 þotuna
afhenta snemma í næsta mánuði en Boeing 737 MAX 200 er sérstök lágfargjaldarútgáfa af MAX þotunni sem tekur allt að 200 farþega.
Ryanair hafði upphaflega pantað 135 eintök af 737 MAX 200 en lágfargjaldafélagið írska bætti við þá pöntun með því að festa kaup
á fleiri þotum af þessari gerð og á félagið nú von á 210 Boeing 737 MAX 200 þotum.
Michael O´Leary segir að Boeing 737 MAX þotan sé sú flugvél sem hafi gengist undir viðamestu úttektir er kemur að flugöryggi sem um getur í fluginu og sé félagið
mjög spennt að fá þær afhentar og segir framkvæmdarstjórinn að sparneytni vélarinnar muni skila sér til farþega í lægri fargjöldum en 737 MAX
er allt að 16 prósent sparneytnari en þær Boeing 737-800 þotur sem félagið hefur í dag.
Ryanair vonast til þess að vera komið með átta þotur afhentar af þessari gerð í apríl og átta til viðbótar í maí en engar þotur verða
síðan afhentar í júní.
Þrátt fyrir að Ryanair þurfi ekki nauðsynlega á 737 MAX þotunum á að halda strax þá ætlar félagið að hefja þjálfun flugmanna þegar í stað eftir afhendingu
og byrja að fljúga þeim fljótlega til þess að leyfa farþegum að njóta þess að fljúga með þeim.
O´Leary segist vera bjartsýnn á sumarið þótt að enn önnur bylgja heimsfaraldursins sé að skella á Evrópu og telur hann að einhverjum
ferðatakmörkunum eigi eftir að verða aflétt.


31. mars 2021
|
Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways hefur tryggt sér níu Dreamliner-þotur sem teknar hafa verið á leigu sem allar verða afhentar á þessu ári.

3. mars 2021
|
Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

11. mars 2021
|
Farþegum um Heathrow-flugvöll heldur áfram að fækka vegna ferðatakmarkanna í heiminum sökum heimsfaraldursins en í febrúar voru aðeins 461.000 farþegar sem fóru um flugvöllinn.

21. apríl 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur staðfest að félagið ætli að skera niður fjölda Airbus A380 risaþotnanna um helming og taka því fimm risaþotur endanlega úr flotanum.

19. apríl 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í dag að það ætlaði að hefja flug til Íslands að nýju nú í sumar en áætlanir United Airlines gera ráð fyrir að flogið verði áfram milli New York/Newark

19. apríl 2021
|
Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið fl

19. apríl 2021
|
Ryanair ætlar að áfrýja dómi Evrópudómstólsins sem vísaði frá máli lágfargjaldaflugfélagsins írska sem telur að fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórnum Svíðþjóðar, Finnlands og Dannmerkur til flugfélaganna

18. apríl 2021
|
Bandaríska flugfélagið Express Jet ætlar að hefja áætlunarflug að nýju en félagið hætti starfsemi sinni í september í fyrra og sagði upp öllu starfsfólki sínu í kjölfarið.

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.