flugfréttir
EASA gefur leyfi fyrir 90 farþega útgáfu af Dash 8 Q400

Þeir flugrekendur í Evrópu sem hafa De Havilland Dash 8 Q400 vélarnar geta nú flogið þeim með 90 farþega um borð
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa gefið leyfi til flugfélaga til þess starfrækja De Havilland Dash 8 flugvélar sem úrfærðar eru með hámarkssætafjölda fyrir 90 farþega.
Á meðan flugfélög víðsvegar í heiminum hafa geta flogið Dash 8 Q400 flugvélunum með sæti fyrir 90 farþega þá hefur flugvélin hingað til aðeins haft leyfi fyrir 78 farþega í Evrópu þar til í þessari viku.
Algengast er að Dash 8 Q400 flugvélar komi með sætum fyrir 70 til 78 farþega en það var árið 2016 sem að Bombardier flugvélaframleiðandinn kynnti Q400NextGen Extra Capacity útgáfuna sem tekur 90 farþega og var indverska flugfélagið SpiceJet það fyrsta til að fljúga þeirri útgáfu.
EASA tók þessa ákvörðun þann 23. mars sl. og geta evrópsk flugfélög því flogið 90 sæta útgáfunni en sá möguleiki er álitinn hagstæðari fyrir mörg flugfélög en það bitnar þó á því að ekki verður hægt að koma eins mikið af frakt fyrir um borð.
Til þess að koma viðbótarsætum fyrir í flugvélarnar svo þær nái að taka 90 farþega hefur aftara þrýstingsþilið verið fært aftar í vélina sem skerðir plássið fyrir flugfrakt um 20 prósent.


20. apríl 2021
|
Flugvélaleigan Dubai Aerospace Enterprise (DAE) hefur lagt inn pöntun til Boeing í fimmtán Boeing 737 MAX 8 þotur en flugvélaleigan hefur verið að stækka við sig í MAX flotanum með því að kaupa MAX þ

26. mars 2021
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa gefið leyfi til flugfélaga til þess starfrækja De Havilland Dash 8 flugvélar sem úrfærðar eru með hámarkssætafjölda fyrir 90 farþega.

17. mars 2021
|
Nýja norska flugfélagið Flyr hefur hafið leit að flugmönnum en flugfélagið áætlar að hefja áætlunarflug á næstunni.

21. apríl 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur staðfest að félagið ætli að skera niður fjölda Airbus A380 risaþotnanna um helming og taka því fimm risaþotur endanlega úr flotanum.

19. apríl 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í dag að það ætlaði að hefja flug til Íslands að nýju nú í sumar en áætlanir United Airlines gera ráð fyrir að flogið verði áfram milli New York/Newark

19. apríl 2021
|
Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið fl

19. apríl 2021
|
Ryanair ætlar að áfrýja dómi Evrópudómstólsins sem vísaði frá máli lágfargjaldaflugfélagsins írska sem telur að fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórnum Svíðþjóðar, Finnlands og Dannmerkur til flugfélaganna

18. apríl 2021
|
Bandaríska flugfélagið Express Jet ætlar að hefja áætlunarflug að nýju en félagið hætti starfsemi sinni í september í fyrra og sagði upp öllu starfsfólki sínu í kjölfarið.

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.