flugfréttir

Afkoma Isavia neikvæð um 13.2 milljarða

26. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:10

Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli

Isavia hefur birt tölum um afkomu fyrirtækisins eftir árið 2020 en þar kemur fram að í fyrra var afkoma Isavia samstæðunnar neikvæð um 13,2 milljarða króna eftir skatta, sem er um 14,4 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári.

Tekjur ársins námu 14,7 milljörðum króna, sem er um 62% samdráttur á milli ára. Staða handbærs fjár nam um 9,4 milljörðum króna í árslok 2020. Þetta kemur fram í ársreikningi Isavia samstæðunnar sem samþykktur var á aðalfundi félagsins sem haldinn var með rafrænum hætti í dag.

Stærstan hluta af tekjusamdrætti samstæðunnar milli ára má rekja til reksturs Keflavíkurflugvallar og Fríhafnarinnar en farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 81% frá 2019.

„Árið 2020 var afar krefjandi fyrir rekstur flugvalla og flugleiðsögu í öllum heiminum. Heimsfaraldurinn af völdum Covid-19 tók í raun völdin í öllum okkar daglegu athöfnum og fór Isavia síður en svo varhluta af því. Á síðasta ári fór mikil orka í að tryggja fjármögnun og aðgang okkar að lausu fé ásamt því að standa vörð um sterka innviði félagsins,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.

„Í dag höfum við snúið vörn í sókn. Okkur hefur tekist vel við að tryggja aðgang að lausu fé og þrátt fyrir að hafa þurft að taka erfiðar ákvarðanir á síðasta ári um fækkun starfsfólks þá gátum við engu að síður staðið vörð um stærri hluta starfa hjá okkur. Fjármálaráðherra, fyrir hönd eiganda okkar, tók ákvörðun í byrjun þessa árs að auka hlutafé í félaginu sem gerði okkur kleift að fara með uppbyggingaáform Keflavíkurflugvallar af stað á ný“

„Sú ákvörðun var afar mikilvæg, bæði fyrir samkeppnishæfni flugvallarins til framtíðar og möguleika okkar að komast út úr Covid-19, miðað við mismunandi sviðsmyndir en ekki síst fyrir erfitt atvinnuástand í nærsveitarfélögum Keflavíkurflugvallar.“

Enn sér ekki fyrir endann á áhrifum Covid-19 þegar kemur að ferðalögum milli landa. „Nýjustu aðgerðir stjórnvalda vegna aukinna Covid-19 smita hér á landi sýna að við höfum ekki kveðið niður ógnina af veirunni,“ segir Sveinbjörn.

„Það er engu að síður lykilatriði að missa ekki sjónar á því markmiði að opna Ísland þegar tækifærið gefst. Bólusetningar á tveimur af okkar mikilvægustu mörkuðum, Bretlandi og Bandaríkjunum, ganga vel og stjórnvöld á Íslandi hafa boðað afar mikilvæg skref í átt að opnun Íslands“, segir Sveinbjörn.

“Auðvitað þurfum við að taka mið af stöðu faraldursins hverju sinni en við finnum fyrir miklum áhuga hjá flugfélögum sem við þjónum á þeim skrefum sem hafa verið rædd vegna umferðar til Íslands og munum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að endurheimtin verði sem farsælust.”  fréttir af handahófi

Fyrsta flug Singapore Airlines með Boeing 737 í 25 ár

5. mars 2021

|

Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

Norwegian hættir við 737 MAX

4. mars 2021

|

Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qatar Airways afskrifar fimm A380 risaþotur

21. apríl 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur staðfest að félagið ætli að skera niður fjölda Airbus A380 risaþotnanna um helming og taka því fimm risaþotur endanlega úr flotanum.

United mun fljúga til Íslands í sumar frá Newark og Chicago

19. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í dag að það ætlaði að hefja flug til Íslands að nýju nú í sumar en áætlanir United Airlines gera ráð fyrir að flogið verði áfram milli New York/Newark

Sex risaþotur í flota BA hafa lokið skoðun á Heathrow

19. apríl 2021

|

Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið fl

Ryanair áfrýjar dómi ESB varðandi styrki til SAS og Finnair

19. apríl 2021

|

Ryanair ætlar að áfrýja dómi Evrópudómstólsins sem vísaði frá máli lágfargjaldaflugfélagsins írska sem telur að fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórnum Svíðþjóðar, Finnlands og Dannmerkur til flugfélaganna

Express Jet stefnir á að hefja flug að nýju í maí

18. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið Express Jet ætlar að hefja áætlunarflug að nýju en félagið hætti starfsemi sinni í september í fyrra og sagði upp öllu starfsfólki sínu í kjölfarið.

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00