flugfréttir
Southwest pantar allt að 255 Boeing 737 MAX þotur

Boeing 737 MAX þota Southwest Airlines í lendingu í Fort Lauderdale í Flórída þann 13. mars síðastliðinn
Boeing hefur tilkynnt um eina stærstu pöntun sem flugvélaframleiðandinn hefur fengið í Boeing 737 MAX þoturnar en pöntunin kemur frá bandaríska flugfélaginu Southwest Airlines.
Southwest Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun í 100 Boeinig 737 MAX þotur með möguleika á 155 þotum til viðbótar
og hljóðar pöntunin því upp á 255 þotur ef kauprétturinn á þotunum 155 verður einnig nýttur.
Til viðbótar við pöntunina þá hefur Southwest Airlines einnig pantað auka aðgengi sitt að stafrænni þjónustu
frá Boeing er nefnist Airplane Health Management og Maintenance Performance Toolbox en með flugvélapöntuninni
er heildafjöldi þeirra flugvéla, sem Southwest Airlines á von á að fá afhentar, kominn yfir 600 þotur.
„Þær skuldbindinga sem við höfum gert í dag endurspeglar áframhaldandi traust sem við gerum til Boeing 737 flugvélarinnar
sem mun þjóna okkar starfsfólki og viðskiptavinum okkar næstu árin“, segir Gary Kelly, framkvæmdastjóri
Southwest Airlines.
Southwest Airlines á von á að fá tvö hundruð Boeing 737 MAX 7 þotur afhentar og 180 þotur af gerðinni
Boeing 737 MAX 8 en félagið hefur nú þegar fengið 36 MAX þotur afhentar og mun enda árið 2021 með 69 Boeing 737 MAX þotum í flotanum.
Flugfélagið bandaríska byrjaði að fljúga 737 MAX þotunum á ný í byrjun mars og var félagið það seinasta
til þess að hefja aftur flug með þotunum af bandarísku flugfélögunum eftir að kyrrsetningu þeirra var aflétt.


14. mars 2021
|
Bandaríska fyrirtækið 777 Partners hefur lagt inn pöntun til Boeing í 24 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX sem munu fara í flugflota kanadíska flugfélagsins Flair Airlines.

8. apríl 2021
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segjast ekki sjá nein ummerki um batahorfur í flugiðnaðinum ennþá vegna heimsfaraldusins og er farþegaflug ennþá í stöðugu lágmarki.

13. apríl 2021
|
Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

21. apríl 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur staðfest að félagið ætli að skera niður fjölda Airbus A380 risaþotnanna um helming og taka því fimm risaþotur endanlega úr flotanum.

19. apríl 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í dag að það ætlaði að hefja flug til Íslands að nýju nú í sumar en áætlanir United Airlines gera ráð fyrir að flogið verði áfram milli New York/Newark

19. apríl 2021
|
Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið fl

19. apríl 2021
|
Ryanair ætlar að áfrýja dómi Evrópudómstólsins sem vísaði frá máli lágfargjaldaflugfélagsins írska sem telur að fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórnum Svíðþjóðar, Finnlands og Dannmerkur til flugfélaganna

18. apríl 2021
|
Bandaríska flugfélagið Express Jet ætlar að hefja áætlunarflug að nýju en félagið hætti starfsemi sinni í september í fyrra og sagði upp öllu starfsfólki sínu í kjölfarið.

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.