flugfréttir

Stefna á að allur flugflotinn verði komin í loftið í maí

- Næstum því jafnmargar bókanir hjá American fyrir sumarið líkt og árið 2019

30 mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:05

Starfsmaður í innritun hjá American Airlines aðstoðar farþega á Dallas/Fort Worth flugvellinum sl. miðvikudag

Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur tilkynnt að félagið stefni á að alla flugvélar í flota félagsins verði farnar að fljúga aftur í maí en félagið hefur séð fram á gríðarleg aukningu á bókunum á vefsíðu félagsins fyrir sumarið.

Þetta kemur fram í skilaboði sem Maya Leibman, upplýsingafulltrúi félagsins, sendi til starfsmanna American Airlines í gær og kemur þar einnig fram að bókunum hafi fjölgað um 150 til 400% samanborið við sama tíma í fyrra þegar heimsfaraldurinn var tiltölulega nýfarinn af stað.

Fram kemur að bókanir á flugi á vefsíðu American Airlines um seinustu helgi hafi einnig verið fleiri samanborið við sömu helgi árið 2019 og að tekjur félagsins hafi sl. 7 daga verið þær mestu frá því að heimsfaraldurinn hófst.

„Þetta eru tölur sem við höfum ekki séð í að minnsta kosti eitt ár og það eina sem ég heyri frá vinum og ættingjum eru ferðaáætlanir þeirra fyrir sumarið. Það er eins og það sé svakaleg þörf hjá öllum að komast bara eitthvert“, segir Leibman.

Í augnablikinu eru um 142 flugvélar í flota American Airlines í geymslu en félagið sér fram á að þær verði flestnar farnar í loftið áður en júnímánuður tekur við. Þá segir að vikuna fyrir 26. mars hafi bókanir á flugi verið orðnar 90% af þeim fjölda bókana sem félagið var að fá árið 2019 og þá er sætanýtingin farin að nálgast 80 prósent í innanlandsflugi í Bandaríkjunum.

Talið er að hröð bólusetning gegn COVID-19 meðal almennings í Bandaríkjunum og fækkun smita frá því í janúar hafi vakið bjartsýni meðal fólks sem veldur þeim fjölda bókanna á flugi sem eru að hrúgast inn til flugfélagsins.

Samt sem áður er einhver fjöldi flugvéla sem eiga ekki eftir að snúa aftur í háloftin í flota American Airlines og ber þar aðallega að nefna eldri Boeing 757 og Boeing 767 þotur sem félagið hafði gert ráð fyrir að taka úr umferð þar sem þær eru komnar til ára sinna.  fréttir af handahófi

Norskt flugfélag ætlar að ráða 50 flugmenn á Boeing 737

17. mars 2021

|

Nýja norska flugfélagið Flyr hefur hafið leit að flugmönnum en flugfélagið áætlar að hefja áætlunarflug á næstunni.

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Embraer sér fram á gríðarleg tækifæri í Kína

22. mars 2021

|

Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer sér fram á stór tækifæri í Kína með sölu á flugvélum til kínverskra flugfélaga þrátt fyrir mögulega samkeppni frá kínverska flugvélaframeleiðandanum COMAC se

  Nýjustu flugfréttirnar

Qatar Airways afskrifar fimm A380 risaþotur

21. apríl 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur staðfest að félagið ætli að skera niður fjölda Airbus A380 risaþotnanna um helming og taka því fimm risaþotur endanlega úr flotanum.

United mun fljúga til Íslands í sumar frá Newark og Chicago

19. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í dag að það ætlaði að hefja flug til Íslands að nýju nú í sumar en áætlanir United Airlines gera ráð fyrir að flogið verði áfram milli New York/Newark

Sex risaþotur í flota BA hafa lokið skoðun á Heathrow

19. apríl 2021

|

Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið fl

Ryanair áfrýjar dómi ESB varðandi styrki til SAS og Finnair

19. apríl 2021

|

Ryanair ætlar að áfrýja dómi Evrópudómstólsins sem vísaði frá máli lágfargjaldaflugfélagsins írska sem telur að fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórnum Svíðþjóðar, Finnlands og Dannmerkur til flugfélaganna

Express Jet stefnir á að hefja flug að nýju í maí

18. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið Express Jet ætlar að hefja áætlunarflug að nýju en félagið hætti starfsemi sinni í september í fyrra og sagði upp öllu starfsfólki sínu í kjölfarið.

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00