flugfréttir

Norse Atlantic Airways tekur á leigu 9 Dreamliner-þotur

31. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:30

Bjørn Kjos, sem stofnaði Norwegian árið 1993, er stofnandi nýja flugfélagsins, Norse Atlantic Airways

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways hefur tryggt sér níu Dreamliner-þotur sem teknar hafa verið á leigu sem allar verða afhentar á þessu ári.

Nýlega var tilkynnt um stofnun nýs flugfélags í Noregi sem stefnir á að hefja lágfargjaldaflug yfir Atlantshafið en einn af stofnendum félagsins er Björn Kjos, stofnandi Norwegian.

Norse Atlantic Airways mun taka á leigu sex Dreamliner-þotur af gerðinni Boeing 787-9 og þrjár af gerðinni Boeing 787-8 og ætlar félagið að fylla upp í það skarð sem Norwegian hefur skilið eftir sig en félagið ákvað nýlega að hætta öllu flugi yfir Atlantshafið.

Norse Atlantic Airways ætlar að einblína á lægri kostnað við þjálfun flugmanna með því að ráða þá flugmenn sem störfuðu við að fljúga Dreamliner-þotunum fyrir Norwegian auk þess sem þær flugfreyjur og þeir flugþjónar, sem störfuðu um borð í Dreamliner-þotum Norwegian, verða einnig ráðnir til starfa.  fréttir af handahófi

Flyr undirbýr sig fyrir samkeppni í Noregi

3. mars 2021

|

Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

Delta aflýsti yfir 100 flugferðum vegna skorts á flugmönnum

6. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines neyddist til þess að aflýsa yfir 100 flugferðum yfir páskana vegna skorts á flugmönnum.

Saudi Arabian undirbýr pantanir í 70 þotur frá Boeing og Airbus

1. mars 2021

|

Sagt er að sádí-arabíska ríkisflugfélagið Saudi Arabian Airlines ætli sér að leggja inn stórar pantanir bæði til Boeing og Airbus í allt að 70 þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qatar Airways afskrifar fimm A380 risaþotur

21. apríl 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur staðfest að félagið ætli að skera niður fjölda Airbus A380 risaþotnanna um helming og taka því fimm risaþotur endanlega úr flotanum.

United mun fljúga til Íslands í sumar frá Newark og Chicago

19. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í dag að það ætlaði að hefja flug til Íslands að nýju nú í sumar en áætlanir United Airlines gera ráð fyrir að flogið verði áfram milli New York/Newark

Sex risaþotur í flota BA hafa lokið skoðun á Heathrow

19. apríl 2021

|

Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið fl

Ryanair áfrýjar dómi ESB varðandi styrki til SAS og Finnair

19. apríl 2021

|

Ryanair ætlar að áfrýja dómi Evrópudómstólsins sem vísaði frá máli lágfargjaldaflugfélagsins írska sem telur að fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórnum Svíðþjóðar, Finnlands og Dannmerkur til flugfélaganna

Express Jet stefnir á að hefja flug að nýju í maí

18. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið Express Jet ætlar að hefja áætlunarflug að nýju en félagið hætti starfsemi sinni í september í fyrra og sagði upp öllu starfsfólki sínu í kjölfarið.

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00