flugfréttir

Síðasta júmbó-þotan yfirgefur flota Wamos Air

31. mars 2021

|

Frétt skrifuð kl. 16:15

Boeing 747-400 júmbó-þota fá Wamos Air

Spænska flugfélagið Wamos Air er formlega hætt með júmbó-þoturnar í flotanum en félagið hefur losað við síðustu Boeing 747 þotuna.

Líkt og flest önnur flugfélög hefur eftirspurn eftir farþegaflugi og leiguflugi með Boeing 747 dregast saman niður í nánast enga eftirspurn vegna heimsfaraldursins.

Wamos Air hefur nær eingöngu annast blautleigu á þeim þotum sem félagið hefur yfir að ráða en flugfélagið hefur haft Boeing 747 í flotanum frá því félagið hét Pullmantur Air og fékk félagið fyrstu júmbó-þotuna í flotann árið 2008.

Nafni flugfélagsins var breytt í Wamos Air árið 2014 og hafði félagið sjö þotur í flotanum þar til sú fyrsta var tekin úr umferð í desember árið 2018.

Eftir að félagið hefur losað sig við júmbó-þoturnar samanstendur flugflotinn af sjö Airbus A330 breiðþotum af gerðinni A330-200 og A330-300 og einni Airbus A330-200 fraktþotu.

Síðasta júmbó-þotan, sem bar skráninguna EC-KXN og var af gerðinni Boeing 747-400, var flogið frá Madríd til Bishkek í Kyrgyztan sl. föstudag.  fréttir af handahófi

Sá ekki stöðu á hjólabúnaði þar sem iPad-spjaldtölvan var fyrir

15. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað þann 13. febrúar árið 2019 er flugvél af gerðinni Cessna C172RG magalenti á Cobb County flugvell

Delta aflýsti yfir 100 flugferðum vegna skorts á flugmönnum

6. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines neyddist til þess að aflýsa yfir 100 flugferðum yfir páskana vegna skorts á flugmönnum.

Spænskt flugfélag sækir um styrk fyrir rafmagnsflugvél

26. mars 2021

|

Spænska lágfargjaldafélagið Voletea hefur greint frá því að félagið hafi sótt um styrk upp á 6.3 milljarða króna úr björgunarsjóði á vegum Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins til þess að fjárfesta

  Nýjustu flugfréttirnar

Qatar Airways afskrifar fimm A380 risaþotur

21. apríl 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur staðfest að félagið ætli að skera niður fjölda Airbus A380 risaþotnanna um helming og taka því fimm risaþotur endanlega úr flotanum.

United mun fljúga til Íslands í sumar frá Newark og Chicago

19. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í dag að það ætlaði að hefja flug til Íslands að nýju nú í sumar en áætlanir United Airlines gera ráð fyrir að flogið verði áfram milli New York/Newark

Sex risaþotur í flota BA hafa lokið skoðun á Heathrow

19. apríl 2021

|

Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið fl

Ryanair áfrýjar dómi ESB varðandi styrki til SAS og Finnair

19. apríl 2021

|

Ryanair ætlar að áfrýja dómi Evrópudómstólsins sem vísaði frá máli lágfargjaldaflugfélagsins írska sem telur að fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórnum Svíðþjóðar, Finnlands og Dannmerkur til flugfélaganna

Express Jet stefnir á að hefja flug að nýju í maí

18. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið Express Jet ætlar að hefja áætlunarflug að nýju en félagið hætti starfsemi sinni í september í fyrra og sagði upp öllu starfsfólki sínu í kjölfarið.

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00