flugfréttir
Hætta með allar Boeing 777 þotur sem hafa PW4000 hreyfla

Boeing 777 þota frá Japan Airlines
Japan Airlines hefur ákveðið að hætta með þrettán farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 en um er að ræða allar 777 þoturnar í flota félagsins sem koma með PW4000 hreyflum frá Pratt & Whitney hreyflaframleiðandanum.
Flugfélagið japanska tók þessa ákvörðun í kjölfar atviks sem átti sér stað er sprenging kom upp í einum slíkum hreyfli á Boeing 777 þotu hjá United Airlines skömmu eftir flugtak frá Denver í febrúar síðastliðnum.
Japan Airlinea ætlaði sér að taka þoturnar úr umferð í mars árið 2022 og munu þoturnar því taka þær úr umferð ári fyrr en áætlað var.
Boeing 777 þoturnar með hreyflunum frá Pratt & Whitney hafa að mestu leyti verið notaðar í innanlandsflugi í Japan en félagið ætlar þess í stað að nota nýjar Airbus A350 þotur í flugi á milli stærstu borga Japans.
Japan Airlines hefur sjálft lent í vandræðum með PW4000 hreyfilinn en í desember í fyrra þurfti ein Boeing 777 þota frá félaginu að snúa við til borgarinnar Naha á leið sinni til Tókýó vegna bilunnar.


25. febrúar 2021
|
Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

3. mars 2021
|
Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

26. janúar 2021
|
Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines er bjartsýnt á horfurnar í fluginu í ár og ætlar félagið að endurráða um 400 flugmenn fyrir sumarið.

21. apríl 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur staðfest að félagið ætli að skera niður fjölda Airbus A380 risaþotnanna um helming og taka því fimm risaþotur endanlega úr flotanum.

19. apríl 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í dag að það ætlaði að hefja flug til Íslands að nýju nú í sumar en áætlanir United Airlines gera ráð fyrir að flogið verði áfram milli New York/Newark

19. apríl 2021
|
Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið fl

19. apríl 2021
|
Ryanair ætlar að áfrýja dómi Evrópudómstólsins sem vísaði frá máli lágfargjaldaflugfélagsins írska sem telur að fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórnum Svíðþjóðar, Finnlands og Dannmerkur til flugfélaganna

18. apríl 2021
|
Bandaríska flugfélagið Express Jet ætlar að hefja áætlunarflug að nýju en félagið hætti starfsemi sinni í september í fyrra og sagði upp öllu starfsfólki sínu í kjölfarið.

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.