flugfréttir

Tíminn að renna út fyrir Alitalia

7. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 16:21

Flugvélar frá Alitalia á flugvellinum í Brindisi á Ítalíu

Ítalska ríkisflugfélagið Alitalia er að renna út á tíma auk þess sem félagið fer að verða uppiskroppa með fé til frekari reksturs.

Framtíð félagsins er sögð verða óljós þar sem viðræður á milli ítalska ríkisins við stjórn Evrópusambandsins um stofnun nýs ríkisflugfélags, Italia Trasporto Aereo (ITA), vegna eru komnar í blindgötur og hefur félagið aðeins þrjár vikur til þess að ná samningum áður en sumarvertíðin hefst.

Rekstur Alitalia hefur verið undir gjaldþrotavernd frá árinu 2017 og hefur ítalska ríkið reglulega dælt fé inn í reksturinn til þess að halda starfseminni gangandi en vinsældir meðal evrópskra lágfargjaldafélaga á borð við easyJet og Ryanair hafa veitt Alitalia harða samkeppni.

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur hinsvegar sett ströng skilyrði ef til stendur að stofna nýtt flugfélag undir merkjum Alitalia og hefur Giancarlo Giorgetti, efnahagsráðherra Ítalíu, viðurkennt að viðræður við ESB séu farnar út um þúfur og verði að finna „nýjar leiðir“ ef markmiðið er að semja við Evrópusambandið.

Alitalia segir að ef það á að vinna áfram að stofnun nýs flugfélags þá sé nauðsynlegt að fá meira fé inn í reksturinn til þess að greiða starfsfólki laun en fram hefur komið að þeir 10.500 starfsmenn sem starfa hjá félaginu hafi aðeins fengið helming launa sinna greidd fyrir marsmánuð.

Ein leið sem ítalska ríkisstjórnin er að skoða er að leigja flugstarfsemi Alitalia til nýja félagsins, Italia Trasporto Aereo (ITA), sem gæti mögulega uppfyllt kröfur Evrópusambandsins og bíða þá með stofnun nýs flugfélags um sinn.

Stjórn Alitalia tilkynnti starfsfólki sínu á stafrænum myndbandsfundi þann 31. mars sl. að eins og staðan er í dag að þá sé framtíð flugfélagsins í óvissu og sé hætta á því að félagið neyðist til þess að kyrrsetja allan flotann.  fréttir af handahófi

Hjól losnaði undan Pilatus PC-12 flugvél í aðflugi

25. janúar 2021

|

Hjól féll til jarðar af lítilli flugvél í Chicago í Illinois í Bandaríkjunum í seinustu viku en dekkið endaði í garði við einbýlishús.

Flair Airlines pantar þrettán Boeing 737 MAX þotur

29. janúar 2021

|

Kanadíska lágfargjaldarfélagið Flair Airlines hefur lagt inn pöntun í þrettán þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8 en félagið, sem var stofnað árið 2005, hefur í dag þrjár þotur í flotanum sem eru af g

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

  Nýjustu flugfréttirnar

Qatar Airways afskrifar fimm A380 risaþotur

21. apríl 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur staðfest að félagið ætli að skera niður fjölda Airbus A380 risaþotnanna um helming og taka því fimm risaþotur endanlega úr flotanum.

United mun fljúga til Íslands í sumar frá Newark og Chicago

19. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í dag að það ætlaði að hefja flug til Íslands að nýju nú í sumar en áætlanir United Airlines gera ráð fyrir að flogið verði áfram milli New York/Newark

Sex risaþotur í flota BA hafa lokið skoðun á Heathrow

19. apríl 2021

|

Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið fl

Ryanair áfrýjar dómi ESB varðandi styrki til SAS og Finnair

19. apríl 2021

|

Ryanair ætlar að áfrýja dómi Evrópudómstólsins sem vísaði frá máli lágfargjaldaflugfélagsins írska sem telur að fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórnum Svíðþjóðar, Finnlands og Dannmerkur til flugfélaganna

Express Jet stefnir á að hefja flug að nýju í maí

18. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið Express Jet ætlar að hefja áætlunarflug að nýju en félagið hætti starfsemi sinni í september í fyrra og sagði upp öllu starfsfólki sínu í kjölfarið.

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00