flugfréttir

Fyrsti ratsjársvarinn fyrir dróna sem fær vottun frá FAA

8. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:39

Ratsjársvarinn vegur aðeins 50 grömm og er hann mjög fyrirferðarlítill og tekur aðeins 1.5 vött af raforku

Fyrirtækið uAvionix hefur sett á markað fyrsta ratsjársvarann fyrir dróna sem hefur fengið vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

Ratsjársvarinn ping200X er sérstaklega framleiddur fyrir dróna og kemur hann með Mode S og ADS-B OUT svartegundum en með því geta drónað sent upplýsingar frá sér sem koma fram á ratsjá í stjórnuðu loftrými og auðveldar flugumferðarstjórum að aðskilja dróna frá annarri flugumferð.

Ratsjársvarinn vegur aðeins 50 grömm og er hann mjög fyrirferðarlítill og tekur aðeins 1.5 vött af raforku sem er tiltölulega lítið hlutfall af rafhlöðu hefðbundins dróna.

Auðvelt er að koma ratsjársvaranum fyrir í tilteknar tegundir af drónum og tengja hann við stjórnkerfi með notendavænu forriti fyrir fjarstýringar og bæði verður hægt að stilla ratsjársvarann fyrir drónaflug eða stilla kvakkóða („squawk code“) úrr fjarstýringu á meðan á flugi stendur.

Fyrirtækið uAvionix er leiðandi fyrirtæki í fjarskiptatækni, siglingaleiðsögu og eftirlitsbúnaði fyrir ómönnuð loftför og dróna.  fréttir af handahófi

Fyrsta 737 MAX 200 þotan verður afhent Ryanair í apríl

25. mars 2021

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist eiga von á því að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) muni gefa út flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX 200 á næsta dögum og jafnvel fyrir helgi.

Wizz Air lokar bækistöð sinni í Þrándheimi

2. febrúar 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur lokað bækistöð sinni í Þrándheimi í Noregi aðeins þremur mánuðum eftir að flugfélagið tók stöðina í notkun sem var hluti af fyrirhugaðri útrás félagsins í

Hafa misst pantanir í 1.250 MAX-þotur vegna faraldursins

10. mars 2021

|

Boeing hefur í dag misst pantanir eða fengið beiðni um breytingar í pantanir vegna 1.250 eintaka af Boeing 737 MAX þotunni frá því í ársbyrjun ársins 2020 sem samsvarar 28% af öllum þeim MAX þotum s

  Nýjustu flugfréttirnar

Qatar Airways afskrifar fimm A380 risaþotur

21. apríl 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur staðfest að félagið ætli að skera niður fjölda Airbus A380 risaþotnanna um helming og taka því fimm risaþotur endanlega úr flotanum.

United mun fljúga til Íslands í sumar frá Newark og Chicago

19. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í dag að það ætlaði að hefja flug til Íslands að nýju nú í sumar en áætlanir United Airlines gera ráð fyrir að flogið verði áfram milli New York/Newark

Sex risaþotur í flota BA hafa lokið skoðun á Heathrow

19. apríl 2021

|

Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið fl

Ryanair áfrýjar dómi ESB varðandi styrki til SAS og Finnair

19. apríl 2021

|

Ryanair ætlar að áfrýja dómi Evrópudómstólsins sem vísaði frá máli lágfargjaldaflugfélagsins írska sem telur að fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórnum Svíðþjóðar, Finnlands og Dannmerkur til flugfélaganna

Express Jet stefnir á að hefja flug að nýju í maí

18. apríl 2021

|

Bandaríska flugfélagið Express Jet ætlar að hefja áætlunarflug að nýju en félagið hætti starfsemi sinni í september í fyrra og sagði upp öllu starfsfólki sínu í kjölfarið.

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00