flugfréttir

Sex risaþotur í flota BA hafa lokið skoðun á Heathrow

19. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:38

Airbus A380 risaþota British Airways

Allar þær sex Airbus A380 risaþotur frá British Airways, sem geymdar hafa verið á flugvellinum í Madríd vegna COVID-19, hafa nú gengist undir viðhaldsskoðun í London en risaþotunum sex hefur verið flogið til skiptist til London og til baka til Madrídar frá því í febrúar.

Síðasta risaþotan er nú komin aftur til baka til Madríd en þeirri fyrstu var flogið til London þann 23. febrúar en þar sem þoturnar sex hafa verið í tímabundinni geymslu hafa þær þurft að gangast undir reglubundna viðhaldsskoðun til að halda lofthæfi þeirra í gildi sem hefði ekki verið nauðsynlegt ef þeim hefði verið lagt í langtímageymslu líkt og þeim Airbus A380 risaþotum sem ekki er búist við að muni fljúga nærri því strax.

Risaþotan með skráninguna G-XLEH var síðasta risaþotan til að gangast undir skoðun í London en henni var flogið frá Madríd til London Heathrow þann 13. apríl sl. og var flogið aftur til Madrídar í morgun.

Risaþoturnar, sem geymdar hafa verið í Madríd, hefur verið haldið í því ástandi að þær eru tiltækar til farþegaflugs með skömmum fyrirvara um leið og eftirspurnin eykst að nýju og verður því hægt að ferja þær til London Heathrow og undirbúa þær inn í leiðarkerfið á nokkrum dögum.

British Airways hefur hinsvear 12 risaþotur í flotanum en þrjár eru í langtímageymslu á flugvellinum í Teruel á Spáni á meðan aðrar þrjár eru í langtímageymslu í Doha í Qatar.







  fréttir af handahófi

Wizz Air stefnir á að hefja flug til Pakistan

3. maí 2021

|

Wizz Air stefnir á að hefja áætlunarflug til Pakistan en flugfélagið áformar að fljúga á milli Búdapest og höfuðborgarinnar, Islamabad.

Sá ekki stöðu á hjólabúnaði þar sem iPad-spjaldtölvan var fyrir

15. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað þann 13. febrúar árið 2019 er flugvél af gerðinni Cessna C172RG magalenti á Cobb County flugvell

Ódýari flugvallargjöld fyrir flugfélög sem menga minna

22. mars 2021

|

Stjórnvöld í Svíþjóð ætla sér að breyta verðum á flugvallargjöldum með þeim hætti að þau verði tengd því hversu umhverfisvænt viðkomandi flugfélag er og hversu vel það stendur sig er kemur að kolefni

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00