flugfréttir

United mun fljúga til Íslands í sumar frá Newark og Chicago

- Fyrsta flug félagsins frá Chicago hefst 1. júlí

19. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:04

Boeing 757 þota frá United Airlines á Keflavíkurflugvelli

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í dag að það ætlaði að hefja flug til Íslands að nýju nú í sumar en áætlanir United Airlines gera ráð fyrir að flogið verði áfram milli New York/Newark og Keflavíkurflugvallar eins og áður

Til viðbótar verður flogið til og frá Chicago-borg í miðvesturríkjum Bandaríkjanna en þetta verður í fysta sinn sem félagið býður upp á flug milli Chicago og Íslands.

Chicago flugið hefst 1. júlí næstkomandi og stendur til 4. október. Flug til og frá New York/Newark hefst 3. júní og stendur til 30. október. Flogið verður daglega til beggja áfangastaða. Áætlunin gerir ráð fyrir að farþegar geti nýtt þær tengingar sem eru á O´Hare-flugvelli í Chicago til yfir hundrað borga í Norður-Ameríku.

Í tilkynningu United Airlines kemur fram að ákvörðunin um flug til Íslands og annarra áfangastaða endurspegli áhuga farþega félagsins. Á síðastliðnum mánuðum hafi komið fram við athugun á því að hverju farþegar leituðu helst á vef félagsins að áhugi á Íslandi hefði aukist um 61% og þegar sé hægt að byrja að bóka flug.

Patrick Quayle, aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasviðs United, segir að vel sé fylgst með því hvernig þjóðir heims opni á ný eftir heimsfaraldurinn. „Ferðalangar eru áfjáðir í að komast í langþráða ferð til nýrra áfangastaða.“ Ísland sé meðal þeirra áfangastaða sem bjóði fólki upp á nátturufegurð og víðáttu.  

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir Keflavíkurflugvöll bjóða United Airlines velkomið aftur til Íslands. „Við höfum átt í afar góðu samstarfi við United á síðustu árum og við hlökkum til að halda því áfram. Sú ákvörðun félagsins að fjölga áfangstöðum er sterk vísbending um það að Ísland verði vinsæll áfangastaður eftir heimsfaraldurinn. Þá er ljóst að eftirspurn eftir ferðum frá Bandaríkjunum til Íslands er umtalsverð, en Bandaríkjamarkaður var mikilvægur fyrir faraldurinn og verður það áfram að honum loknum.“  

Auk United tilkynnti bandaríska flugfélagið Delta nýverið um að það ætlaði að hefja flug til og frá Íslandi á ný í vor. Delta býður upp á þrjá áfangstaði og hefur áætlunarflug sitt í maí.  fréttir af handahófi

Stefna á að allur flugflotinn verði komin í loftið í maí

30 mars 2021

|

Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur tilkynnt að félagið stefni á að alla flugvélar í flota félagsins verði farnar að fljúga aftur í maí en félagið hefur séð fram á gríðarleg aukningu á bók

Flugmaður opnar kaffihús með flugtengdu þema í Belfast

23. mars 2021

|

Þeir eru fjölmargir flugmennirnir í heiminum sem hafa misst störf sín og þurft að frá að hverfa úr stjórnklefanum og snúa sér að störfum í öðrum iðnaði vegna heimsfaraldursins.

SAS pantar LEAP-1A hreyfla fyrir 35 A320neo þotur

16. febrúar 2021

|

Scandinavian Airlines (SAS) hefur gert samkomulag við hreyflaframleiðandann CFM International um kaup á fleiri hreyflum fyrir þær Airbus-þotur sem SAS á eftir að fá afhentar til viðbótar frá Airbus.

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00