flugfréttir

Qatar Airways afskrifar fimm A380 risaþotur

- Helmingur risaþotnanna mun fara úr flota félagsins

21. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:17

Airbus A380 risaþota frá Qatar Airways í lendingu á Heathrow-flugvellinum í London

Flugfélagið Qatar Airways hefur staðfest að félagið ætli að skera niður fjölda Airbus A380 risaþotnanna um helming og taka því fimm risaþotur endanlega úr flotanum.

Qatar Airways sem hefur 10 risaþotur í flotanum mun því hafa fimm A380 þotur eftir sem áætlað er að verða notaðar í áætlunarflugi en fram kemur að hinar risaþoturnar fimm sem eftir verða í flotanum munu einnig hverfa úr flotanum ef áhrifin af heimsfaraldrinum dragast á langinn um tvö til þrjú ár til viðbótar.

„Það er engin framtíð fyrir Airbus A380. Þetta var röng flugvél sem kom á röngum tíma. Farþegar hafa hinsvegar elskað að ferðast með Airbus A380 þar sem hún er mjög rúmgóð og er mjög hljóðlát. En á endanum þá er mjög erfitt að reka þær og halda þeim fljúgandi fyrir flugrekstraraðilann“, segir Akbar Al Baker, framkvæmdarstjóri Qatar Airways.

Al Baker segir að það sé gríðarlega dýrt að reka Airbus A380 í því umhverfi sem er viðloðandi í dag í flugiðnaðinum og tekur hann fram að C-skoðun er kemur að viðhaldi sé þrisvar sinnum dýrari en sama viðhaldsskoðun fyrir Boeing 777 og Airbus A350-100 þoturnar.

Þá tekur Al Baker fram mikilvægi þess að Qatar Airways leggi sitt af mörkum er kemur að umhverfismálum og segir hann að A380 sé langt frá því að vera umhverfisvæn flugvél líkt og Boeing 787 og Airbus A350 og efast hann um að farþegar vilji stíga um borð í flugvél sem mengar mikið á tímum sem að mikil vitundavakning er meðal farþega er kemur að umhverfisvænum ferðamáta.

Qatar Airways varð níunda flugfélagið í heimi til þess að panta Airbus A380 risaþotuna árið 2001 þegar félagið lagði inn pöntun í tvær risaþotur með kauprétti á tveimur til viðbótar en pöntunin var síðan staðfest á flugsýningunni Dubai Air Show árið 2003.

Félagið pantaði síðan þrjár til viðbótar á Paris Air Show árið 2007 og svo fimm til viðbótar á Dubai Air Show flugsýningunni árið 2011.  fréttir af handahófi

Rétti tíminn til að leggja inn pöntun þar sem verðin eru lág

22. mars 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri ástralska flugfélagsins Qantas, segir að núna sé rétti tíminn fyrir flugfélagið til þess að leggja inn pöntun í nýjar flugvélar þar sem verðin er lág vegna minni eftirsp

Comair hættir við 737 MAX

15. mars 2021

|

Flugfélagið Comair í Suður-Afríku hefur ákveðið að hætta við pöntun í fjórar Boeing 737 MAX þotur.

Greina töluverða aukningu í ráðningum í fluginu vestanhafs

22. febrúar 2021

|

Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00