flugfréttir

Þreyttist á “níu til fimm” og skráði sig í flugnám

26. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:41

Marteinn og ein af kennsluvélum Flugakademíu Íslands

Stuttu eftir að hann útskrifaðist úr námi í viðskiptafræði frá University of West Florida fann Marteinn Urbancic að „níu til fimm“ skrifstofulífið var ekki fyrir sig og ákvað að skipta um stefnu.

Marteinn skráði sig í atvinnuflugnám við Flugakademíu Keilis, sem síðar sameinaðist Flugskóla Íslands og saman mynda skólarnir Flugakademíu Íslands, einn öflugasta flugskóla Norðurlandanna.

“Ég hafði haft augastað á fluginu í nokkur ár en hafði alltaf haldið áfram í viðskiptafræðinni þar sem það gekk vel að læra þrátt fyrir að hafa fundist námið óspennandi. Ég ákvað því að breyta til og læra eitthvað sem mér þætti spennandi og skráði mig í flugnám. Ég féll strax fyrir fluginu eftir fyrsta kynningarfund og sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa breytt um stefnu” segir Marteinn.  

Fékk skírteinið í hendurnar á fordæmalausum degi

Marteinn byrjaði í flugnáminu í nóvember 2017 og útskrifaðist úr bóklega hlutanum í maí 2019. Við tók verklegur hluti námsins sem lauk í mars 2020 og fékk hann því atvinnuflugmannsskírteinið afhent sama dag og fyrsta samkomubannið var sett á hérlendis.  

Marteinn Urbancic á flugi

Þrátt fyrir óheppilega tímasetningu hefur Marteinn nýtt tímann vel undanfarið ár. Hann skráði sig í flugklúbb, tók að safna flugtímum og horfir bjartsýnn til framtíðar. “Flugið býður upp á svo margt, ekki bara á Íslandi. Það er hægt að ráða sig í störf út um allan heim og eru margir spennandi staðir í boði til að fá reynslu.” segir Marteinn sem verður klár þegar að kallið kemur og vonast til að vera kominn á Boeing 737 Max vélar Icelandair innan þriggja ára.  

Eftirminnilegasta flugferðin hluti af náminu

Marteinn segir eftirminnilegasta flug sitt hafa verið 300 sjómílna soloflug, sem er hluti af náminu hjá Flugakademíu Íslands. Þar skipuleggur flugneminn langt flug og flýgur það einn.  

“Mitt flug var á fallegum vetrardegi þar sem allt var í snjó á jörðinni en frábært flugveður, heiðskírt og enginn vindur. Ég flaug á Rif sem er á Snæfellsnesi, skoðaði Kirkjufell sem er fallegasta fjall Íslands. Þaðan á Sauðárkrók og svo hátt og langt aðflug til Vestmannaeyja, þar er flottasti flugvöllur landsins og mjög gaman að lenda þar. Frábær dagur og geggjað útsýni.”  

Mynd af Kirkjufelli tekin í 300 sjómílna soloflugi Marteins

Marteinn mælir eindregið með því að skrá sig í flugnám hjá Flugakademíu Íslands þrátt fyrir núverandi ástand í flugheiminum sem skapast hefur sökum Covid-19.  

“Þessi bransi er alltaf upp og niður. Það er sagt að best sé að læra í niðursveiflu því þá kemur þú beint inn í uppsveifluna við útskrift og það vantar alltaf góða flugmenn.”  

Vöntun á flugmönnum í kortunum

Nýleg rannsókn Oliver Wyman, sem fjallað var um í CNN Business, spáir mikilli vöntun á flugmönnum á komandi árum og er talið að flugfélög fari að finna fyrir yfirvofandi vöntun strax á næsta ári. Árið 2025 er talið að vöntun verði á 34 þúsund flugmönnum og gangi ferðatakmarkanir yfir hraðar en núverandi spár gefa til kynna má áætla að vöntunin verði nær 50 þúsund flugmönnum.  

Að auki hafa skellir í ferðamannaiðnaðinum löngum fælt einstaklinga frá flugnámi og mun það líklega ýta enn frekar undir vöntunina. Því má segja að tíminn sé núna til þess að láta drauminn rætast og skella sér í flugnám.  

Opið er fyrir umsóknir í flugnám við Flugakademíu Íslands, áhugasamir geta kynnt sér námið á www.flugakademia.is  fréttir af handahófi

Jet2.com og Jet2CityBreaks flýta Íslandsfluginu um mánuð

5. maí 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og Jet2CityBreaks hefur ákveðið að flýta um mánuð áætlunum sínum um flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands.

Athuga hvort að galla sé að finna í gluggum á stjórnklefum á 787

19. mars 2021

|

Boeing hefur hafist handa við að gera úttekt á gluggum í stjórnklefum á tilteknum fjölda af Dreamliner-þotum sem framleiddar hafa verið til þess að ganga úr skugga um mögulegan galla sem gæti komið fr

Telur að vandamál með rafkerfið verði auðvelt að laga

12. maí 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að þær lagfæringar sem þarf að gera er varðar rafkerfi á Boeing 737 MAX þotunum verði unnt að lagfæra með tiltölulega einföldum hætti.

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00