flugfréttir

Fara fram á myndbandsupptöku í stjórnklefum flugvéla

- Vilja að myndbandsriti (cockpit video recorder) verði hluti af svarta kassanum

27. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:14

Ekki eru allir á sama máli um kosti myndbandsrita (cockpit video recorder)

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur aftur komið fram með tillögu þar sem hvatt er til þess að flugmálayfirvöld víðsvegar í heiminum innleiði lög um að farþegaflugvélar verði útbúnar myndbandsrita (cockpit video recorder).

NTSB telur að ef krafa verði gerð um að myndbandsupptökubúnaður sé í stjórnklefa flugvéla ásamt hljóðrita og flugrita að þá verði hægt að auðvelda enn frekar rannsóknarvinnu vegna orsaka flugslyss fyrir rannsóknaraðila.

Hingað til hefur hljóðupptaka og gögn úr flugrita verið talin nægilegar upplýsingar til þess að átta sig á því hvaða þættir það voru sem ollu flugslysi en þessir tveir búnaðir eru betur þekktir sem „svarti kassinn“.

Tillaga sem kom fyrst fram árið 2000

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem NTSB kemur fram með tillögu um að myndbandsupptökubúnaði verði komið fyrir í flugvélum og segir að með því væri hægt að fá glögga mynd á hvaða aðgerðir það voru sem flugmennirnir voru að framkvæma skömmu fyrir slys.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa samt sínar efasemdir um myndbandsupptöku í stjórnklefanum og telja það mögulegt brot á persónuverndarlögum auk kostnaðar fyrir flugrekendur. NTSB hvetur hinsvegar flugfélög til þess að setja upp slíkan búnað sjálf án þess að bíða eftir samþykki frá flugmálayfirvöldum.

NTSB kom fyrst fram með tillögu um myndbandsrita árið 2000 en hugmyndin féll í grýttan jarðveg hjá flugfélögum sökum þess hversu dýr sú tækni er og þá hafa flugmenn einnig óttast að flugfélög gætu verið að skoða upptökurnar til þess að fylgjast með því hvernig þeir framkvæma störf sín í stjórnklefanum.

Hingað til hefur verið talið nóg að svarti kassinn samanstandi af flugrita og hljóðrita

Menn hafa einnig ekki verið sammála um að myndbandsupptaka sé að fara veita betri upplýsingar heldur en hljóðritinn sem talinn er duga nógu vel til fyrir rannsóknaraðila og flugslysasérfræðinga og mótmælir flugmannafélagið ALPA þessari tillögu og er tekið fram að myndbandsupptaka gæti virkað þveröfugt á rannsakaendur sem gætu frekar horft framhjá mikilvægum þáttum þar sem þeir gætu verið of fljótir á sér að meta orsökina út frá myndbandsupptökunni.

Þeir sem eru fylgjandi notkun á myndbandsrita segja að myndbandsupptaka, sem hefði verið streymt frá flugvélinni, hefði mögulega getað varpað ljósi á orsök hvarfs malasísku farþegaþotunnar, flugi MH370, sem hvarf sporlaust í mars árið 2014 og hefur ekki enn fundist.

Þá segir að ef báðir flugmenn missa skyndilega meðvitund í stjórnklefanum að þá komi hljóðupptaka að litlu gagni á meðan myndbandsriti gæti gefið góða mynd af því hvað átti sér stað í stjórnklefanum.

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur velt vöngum sínum yfir myndbandsrita allt frá árinu 1995 og kom með yfirlýsingu árið 2016 þar sem segir að möguleikinn á því að notast við myndbandsupptöku sem sýnir ástandið í stjórnklefanum gæti gert flugslysasérfræðingum mun auðveldara fyrir við rannsókn á flugslysum auk þess sem það gæti aukið traust almennings á störfum rannsóknaraðila.  fréttir af handahófi

SAS pantar LEAP-1A hreyfla fyrir 35 A320neo þotur

16. febrúar 2021

|

Scandinavian Airlines (SAS) hefur gert samkomulag við hreyflaframleiðandann CFM International um kaup á fleiri hreyflum fyrir þær Airbus-þotur sem SAS á eftir að fá afhentar til viðbótar frá Airbus.

Finnair gerir samkomulag um kaup á rafmagnsflugvélum

25. mars 2021

|

Finnska flugfélagið Finnair hefur áhuga á að hefja farþegaflug með rafmagnsflugvélum og hefur flugfélagið undirritað samning um möguleg kaup á tuttugu rafknúnum flugvélum frá sænska fyrirtækinu Heart

Fyrsta áætlunarflug Icelandair með 737 MAX eftir hlé

8. mars 2021

|

Icelandair flaug í morgun fyrsta áætlunarflugið með Boeing 737 MAX eftir tæplega tveggja ára kyrrsetningu en fyrsta flugið var flug FI204 til Kaupmannahafnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00