flugfréttir

Hlé gert á afhendingum á nýjum Boeing 737 MAX þotum

29. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:39

Nýjar Boeing 737 MAX þotur við verksmiðjur Boeing í Renton

Boeing hefur gert hlé á afhendingum á nýjum Boeing 737 MAX þotum vegna vandamála í rafkerfi vélanna sem uppgötvaðist fyrr í þessum mánuði.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa ekki enn gefið út fyrirmæli varðandi hvernig best sé að lagfæra vandamálið og hefur vinna við að finna lausn á lagfæringunni tekið lengri tíma en áætlað var.

Vandinn með rafkerfið hefur orðið til þess að yfir 100 Boeing 737 MAX flugvélar víðsvegar um heiminn hafa verið kyrrsettar tímabundið þar sem Boeing hefur ekki tekist að finna úr vandanum og kemur kyrrsetting vélanna á sama tíma og flugfélög eru að undirbúa sig fyrir sumarvertíðina.

Dave Calhoun, framkvæmdarstjóri Boeing, lýsti því yfir í gær að verið sé að leggja lokahönd á fyrirmæli til flugfélaga um hvernig best sé að lagfæra vandamálið og muni það verða tiltölulega stuttar og hnitmiðaðar leiðbeiningar.

Calhoun vildi þó ekki gefa út nákvæma tímasetningu varðandi hvenær leiðbeiningarnar verða gefnar út en tók fram að lagfæringar myndu taka aðeins örfáa daga fyrir hverja Boeing 737 MAX þotu.  fréttir af handahófi

Frekari vandamál uppgötvast í rafkerfi á 737 MAX

18. apríl 2021

|

Boeing hefur komið auga á enn fleiri atriði sem þarfnast lagfæringar er snertir rafkerfið á Boeing 737 MAX þotunum aðeins nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um vandamál í rafkerfi vélanna í síðustu v

Stefna á 90 prósent af leiðarkerfinu í innanlandsfluginu

8. maí 2021

|

Norska flugfélagið Widerøe áætlar að það muni ná að fljúga í sumar allt að 90 prósent af framboðinu og þeim flugferðum sem félagið bauð upp á árið 2019.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00