flugfréttir

Afkoma Airbus aftur komin út í hagnað

- Afhentu 125 þotur á fyrsta ársfjórðungnum

3. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:27

Nýjar farþegaþotur við verksmiðjur Airbus í Toulouse í Frakklandi

Afkoma Airbus er aftur komin út í hagnað eftir fyrsta ársfjórðunginn á þessu ári en flugvélaframleiðandinn evrópski varar við því að áhrifin af heimsfaraldrinum eru samt sem áður langt frá því að vera horfin.

Hagnaður Airbus frá ársbyrjun fram til enda marsmánaðar nam 55 milljörðum króna en til samanburðar þá varð 72 milljarða króna tap á rekstrinum í fyrra.

Guilaume Faury segir í yfirlýsingu að þakka megi útbreiðslu á bólusetningu vegna COVID-19 fyrir afkomunni á fyrsta ársfjórðungnum og séu það hvetjandi merki um að flugumferð fari brátt að aukast á ný.

„Þrátt fyrir þetta þá er krísan í fluginu langt frá því að vera yfirstaðin og enn eru óvissa með framhaldið í iðnaðinum“, segir Faury sem tekur fram að skortur á samhæfingu og samstarfi er kemur að ferðatakmörkunum innan Evrópu haldi eftirspurninni eftir flugi í lágmarki ennþá.

Airbus afhenti alls 125 þotur á fyrsta ársfjórðungnum sem er aukning upp á þrjár flugvélar ef það er borið saman við sama tímabil í fyrra þegar framleiðandinn afhenti 122 flugvélar.

Meðal flugvélategunda sem voru afhentar voru níu Airbus A220 þotur, 105 þotur úr Airbus A320 fjölskyldunni, ein Airbus A330 breiðþota og tíu Airbus A350 þotur.

Airbus segist vera á áætlun með markmið sitt sem er að afhenda 560 þotur árið 2021 sem er sami fjöldi og Airbus afhenti árið 2020.  fréttir af handahófi

Nefhjól féll saman og brotnaði á Airbus A320 þotu

19. mars 2021

|

Nefhjólastell féll saman á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 frá mexíkóska flugfélaginu VivaAeroBus er þotan var að undirbúa brottför á flugvellinum í Puerto Vallarta í Mexíkó í gær.

Lasergeisla beint að þotu skömmu eftir flugtak frá Heathrow

17. mars 2021

|

Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Virgin Atlantic þurfti að snúa við til Heathrow-flugvallarins í London sl. mánudag eftir að lasergeisla var beint að flugvélinni skömmu eftir flugtak frá

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00