flugfréttir

Lufthansa pantar Boeing 787 og fleiri Airbus A350 þotur

4. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 07:58

Tölvugerð mynd af Dreamliner-þotu í litum Lufthansa

Lufthansa mun taka Dreamliner-þotur í notkun á næstunni en í gær lagði félagið inn pöntun bæði til Boeing og Airbus í alls tíu nýjar breiðþotur þrátt fyrir gríðarlega erfiðleika í rekstri.

Lufthansa tilkynnti í gær að félagið hafi lagt inn pöntun í fimm Airbus A350 þotur og fimm Dreamliner-þotur af gerðinni Boeing 787-9 og er um að ræða Dreamliner-þotur sem nú þegar er búið að smíða.

Lufthansa Group hafði áður lagt inn pöntun í 25 Dreamliner-þotur en ekki hefur enn verið ákveðið hvernig þær þotur mun deilast niður á dótturfélögin SWISS International Air Lines, Austrian Airlines og Lufthansa og eru Dreamliner-þoturnar fimm, sem pantaðar voru í gær, þær fyrstu sem fullvíst er að fari í flota félagsins.

Boeing 787-9 þoturnar verða afhentar í ársbyrjun ársins 2022 en þess má geta að pöntunin í gær til Boeing og Airbus kemur sama dag og félagið tilkynnti að til stendur að fækka starfsmönnum um allt að 10.000 manns á næsta ári vegna heimsfaraldursins.

„Þrátt fyrir mjög krefjandi tíma í fluginu þá munum við halda áfram að fjárfesta í nýstárlegri flugflota sem verður hagkvæmari og umhverfisvænni“, segir Carsten Spoht, framkvæmarstjóri Lufthansa.  fréttir af handahófi

Rússar og Ungverjar í samstarf við þróun á eins hreyfils flugvél

19. mars 2021

|

Rússar og Ungverjar hafa undirritað samning um samstarf er varðar framleiðslu á nýrri og endurbættari útgáfu af lítilli eins hreyfils flugvél sem framleidd hefur verið hingað til af Ilyushin í Rússla

Tvö atvik þar sem brak úr hreyflum féll til jarðar

21. febrúar 2021

|

Dagurinn í gær má teljast frekar undarlegur í fluginu þar sem upp komu tvö atvik beggja megin Atlantshafsins þar sem bilanir komu upp í hreyflum í flugtaki hjá tveimur flugvélum sem varð til þess að b

LATAM hættir með Airbus A350

11. apríl 2021

|

Brasilíska flugfélagið LATAM hefur ákveðið að hætta með allar nýju Airbus A350 breiðþoturnar en flugfélagið sendi tilkynningu um helgina til starfsmanna sinna með yfirlýsingu um að allar A350 þoturna

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00