flugfréttir

Isavia semur við Verkfræðistofu Suðurnesja

- Samið um framkvæmdaeftirlit og ráðgjöf vegna framkvæmda á KEF

4. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 08:19

Frá vinstri – Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri VSS, á framkvæmdasvæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Isavia undirritaði í gær samning við Verkfræðistofu Suðurnesja um framkvæmdaeftirlit og ráðgjöf vegna nýrrar viðbyggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Framkvæmdir hefjast á næstu vikum og eru hluti af vinnu við ýmis verkefni sem tengjast stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og umbótum á Keflavíkurflugvelli í framhaldi af hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia.

Mörg hundruð ný störf verða til í sumar í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir, sem undirbúnar hafa verið á síðustu mánuðum með útboðum og verðkönnunum.

Viðamesta framkvæmdin er fyrirhuguð stækkun austurbyggingar flugstöðvarinnar. Þrjú tilboð bárust í framkvæmdaeftirlit og tilheyrandi ráðgjöf í tengslum við framkvæmdirnar. Lægsta tilboðið var frá Verkfræðistofu Suðurnesja (VSS), 200 milljónir króna. Aðrir sem buðu í verkið voru JT Verk og Hnit. Tilboð VSS var samþykkt og í dag undirrituðu Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri VSS, samninginn.

„Þetta er mikilvægt skref fyrir okkur öll sem höfum verið að undirbúa næstu áfanga í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Segja má að samningurinn við VSS marki viss tímamót. Heimsfaraldurinn hefur haft gríðarlega mikil áhrif á okkur en það er afar ánægjulegt að hafa núna fengið tækifæri til að hefja vinnu við uppbyggingaráætlun flugvallarins á ný. Við hlökkum til að sjá framkvæmdaumsvifin hefjast á ný og bíðum spennt eftir því að flugsamgöngur komist einnig smám saman í eðlilegt horf,” segir Sveinbjörn Indriðason.

„Við hjá VSS erum mjög ánægð. Samningurinn við Isavia um eftirlit og ráðgjöf vegna framkvæmdanna við austurbyggingu flugstöðvarinnar tryggir mikilvæg störf hér á Suðurnesjum, bæði fyrir verkfræðinga og annað tæknifólk. Þá eru ótalin störf við sjálfar framkvæmdirnar. Vonandi fara hjólin að snúast hraðar – ekki síst hér á Suðurnesjum,” segir Brynjólfur Guðmundsson. Hjá VSS starfa nú 15 manns sem allir nema einn eru búsettir á Suðurnesjum og hefur verkfræðistofan aðsetur í Reykjanesbæ.

Samningurinn við VSS er ekki eingöngu bundinn við fyrsta áfanga austurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og því mun VSS mögulega einnig koma að eftirliti og ráðgjöf vegna annarra verkefna sem eru á döfinni á Keflavíkurflugvelli á komandi mánuðum.  fréttir af handahófi

American og United draga til baka 27.000 uppsagnir

11. mars 2021

|

Bæði American Airlines og United Airlines eru hætt við að segja upp um 27.000 starfsmönnum eins og til stóð eftir að ríkisstjórn Bandaríkjanna ákvað að greiða út björgunarpakka vegna heimsfaraldursins

Bjóða upp á útsýnisflug yfir Chernobyl

18. febrúar 2021

|

Flugfélagið Ukraine International Airlines hefur ákveðið að gera líkt og mörg önnur flugfélög sem hafa boðið upp á öðruvísi flugferðir í heimsfaraldrinum á meðan farþegaflug liggur í dvala.

Boeing 777 þotur með PW4000 hreyflum kyrrsettar

22. febrúar 2021

|

Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00