flugfréttir

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

- Málssókn á hendur Air France og Airbus vegna slyssins árið 2009

12. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 14:20

Airbus A330 þotan var komin fjórar klukkustundir áleiðis frá Rio de Janeiro til Parísar þann 1. jún árið 2009 þegar hún fórst yfir Atlantshafi

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airbus og Air France.

Með því snýr dómstóllinn við eldri dómsúrskurði frá árinu 2019 þar sem niðurstaðan varð sú að allri málsókn á hendur Air France og Airbus yrði felld niður.

Alls létust 228 manns í flugslysinu er Airbus A330 breiðþota Air France fórst yfir Atlantshafinu á milli Brasilíu og Afríku er þotan var á leið frá Rio de Janeiro til Parísar þann 1. júní árið 2009.

Tvö ár tók að finna flak vélarinnar sem lá á hafsbotni á 3.900 metra dýpi en flakið fannst með fjarstýrðum kafbátavélmennum.

Orsök flugslyssins voru rakin til mannlegra mistaka flugmannana og röngum viðbrögðum þeirra er hraðamælar vélarinnar sýndu óáreiðanlegan flughraða sem varð til þess að þotan fór í ofris í mikilli hæð. Miklar spurningar vöknuðu meðal annars varðandi samræmi á milli stýrispinna flugmannana auka skynjaranna sem greina farflugshraða flugvélanna.

Saksóknarar hafa meðal annars skellt skuldinni á þjálfun flugmanna hjá Air France á þeim tíma sem slysið varð og sakað flugfélagið um að hafa ekki þjálfað flugmennina nægilega vel varðandi viðbrögð ef upp kemur misræmi í farflugshraða.

Áfallsþrýstimælar ("Pitot tubes"), sem eru litlir skynjarar utan á vélinni sem mæla streymishraða og farflugshraða, höfðu frosið með þeim afleiðingum að hraðamælar um borð í vélinni sýndu skyndilega að vélin væri komin á of lítinn hraða þegar hún var í raun á eðlilegum farflugshraða.

Stélið af Airbus A330 breiðþotunni fannst skömmu eftir slysið árið 2009

Í upptöku úr hljóðrita vélarinnar heyrist hvar annar flugmaður vélarinnar segir aðstoðarflugmanninum að klifra tafarlaust og auka afl hreyflanna. Flugmaðurinns segir að hann sé búinn að vera með stýrið í botni allan tímann.

Á því augnablikin kemur hinn flugstjórinn aftur inn í klefann og áttar sig á hvað er í gangi og segir flugmanninum "ekki klifra - lækkaðu" en biður hann því næst að skipta við sig strax.

Þegar þarna er komið við sögu hafði vélin ofrisið og viðvörunarmerki um það heyrðust 75 sinnum og var vélin á leiðinni niður um 11.000 fet á mínútu.

Einn flugmannana heyrist næst segja "Damn it, we’re going to crash … This can’t be happening!” en stuttu síðar skall vélin í Atlantshafinu.

Yfirmaður flugslysanefndarinnar segir að stýrispinnar Airbus-vélanna sé ekki samtaka líkt og stýri Boeing-vélanna þar sem stýri aðstoðarflugmannsins hreyfist samhliða stýri flugstjórans.

Airbus sagði á sínum tíma ekki hafa trú á því að eiginleikar stýrisins hafi nokkuð með flugslysið að gera og það tóku einnig aðrir flugsérfræðingar undir.

Niðurstaða dómsins í dag er sagður vera léttir fyrir aðstandendur og ættingja þeirra farþega sem voru um borð í flugi Air France AF447 - „Það er mikil ánægja að vita að loksins sé verið að hlusta á okkur“, segir Daniele Lamy, formaður samtaka aðstandenda.

Eftir Air France flugslysið hefur Air France og fleiri flugfélög endurskoðað þjálun sína við neyðarviðbrögðum við þeim aðstæðum sem komu upp um borð þegar slysið átti sér stað.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga