flugfréttir

Focus Aero Solutions í samstarf við Green Africa Airways

25. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 12:47

ATR-flugvélar í flota Green Africa Airways

Focus Aero Solutions skrifaði undir samstarfssamning við Green Africa Airways um að annast umsjón ráðninga flugmanna á ATR skrúfuþotur flugfélagsins í byrjun maí.

Green Africa Airways er nýtt lágfargjaldaflugfélag ‚value carrier‘ sem hyggst hefja rekstur út frá Lagos í Nígeríu í lok júní næstkomandi. Ljóst er að áhafnaþörf flugfélagsins verður gríðarleg á næstu misserum þar sem félagið er með metnaðarfull og stórtæk áform um stækkun á leiðarkerfi sínu.

Green Africa Airways er nú þegar búið að ganga frá kaupum á ATR-72-600 skrúfuþotum og hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Airbus um pöntun á rúmlega fimmtíu Airbus A220-300, stærsta pöntun Airbus til þessa frá flugfélagi staðsett í Afríku. Þar að auki eru samningaviðræður við Boeing um kaup á 737-8 á byrjunarstigi.

Merki Focus Aero Solutions

Í Nígeríu búa rúmlega 200 milljónir manna og greina menn mikil tækifæri á markaði fyrir öflugt lágfargjaldaflugfélag. Í stjórn Green Africa Airways eru reyndir stjórnendur úr flugheiminum á borð við Tom Horton, fyrrum stjórnarformann og forstjóra American Airlines og William Shaw, forstjóra Interjet.

Focus Aero Solutions er íslenskt fyrirtæki með íslenskt kennsluleyfi gefið út af Samgöngustofu í samræmi við sam-evrópskar reglur Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og býður upp á þjálfun fyrir flugfélög jafnt sem flugskóla. Focus Aero Solutions er í eigu flugstjóranna Arnars Jökuls Agnarssonar, Arnars Más Baldvinssonar og Kára Kárasonar.

Focus Aero Solutions hóf nýlega samstarf við Flugakademíu Íslands um svokallað APS MCC námskeið sem byrjar í lok maí. Námskeiðið er nýtt af nálinni og hannað til að brúa bilið á milli hins hefðbundna námskeiðs í áhafnasamstarfi (MCC) og þjálfunar til tegundarréttinda flugmanna.

Markmið Focus Aero Solutions í samvinnu við Flugakademíu Íslands með þessu námskeiði er að auka verulega líkurnar á því að umsækjendur komist í gegnum ráðningarferli flugfélaganna.  fréttir af handahófi

EASA gefur út vottun fyrir Boeing 737 MAX 200

7. apríl 2021

|

Flugmálayfivöld í Evrópu (EASA) gáfu í morgun út flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX 200 þotunni sem er sérstök útgáfa af MAX þotunni sem Boeing hefur markaðssett sérstaklega fyrir lágfargjaldaflu

Bjóða upp 22 flugvelli í São Paulo

9. maí 2021

|

Fylkisstjórnin í São Paulo í Brasilíu hefur ákveðið að setja 22 flugvelli í fylkinu á uppboði þar sem óskað verður eftir tilboðum frá fjársterkum aðilum til þess að taka yfir rekstur flugvallanna.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug að nýju þann 18. júní

31. maí 2021

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, mun formlega hefja aftur áætlunarflug þann 18. júní næstkomandi eftir hlé vegna heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00