flugfréttir

Flugbúðir fyrir ungt fólk haldnar á ný í sumar

26. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:56

Þátttakendur Flugbúðanna árið 2017 að skoða björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd: Víkurfréttir

Flugakademía Íslands mun bjóða upp á Flugbúðir fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 16 ára dagana 10. - 12. ágúst næstkomandi. Flugbúðirnar eru tilvalinn vettvangur fyrir þau sem hafa brennandi áhuga á flugi og flugtengdum málum sem og þau sem hyggja á flugnám í framtíðinni til þess að spreyta sig og fá betri innsýn inn í flugheiminn.

Keilir bauð upp á Flugbúðir fyrst sumarið 2013 og árlega eftir það, nutu þær mikilla vinsælda og færri komust að en vildu. Tilefni er til þess að endurvekja þetta skemmtilega námskeið enda margir sem hafa áhuga á flugi og sjá fyrir sér að leggja það fyrir sér að atvinnu. Umfjöllun um fyrstu flugbúðirnar í Íslandi í dag má finna hér.

Í Flugbúðunum verður farið yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum þar sem vettvangsferðir skipa stóran sess, enda mikil upplifun að fá að fara inn á flugverndarsvæðið og sjá þá fjölbreyttu flóru af flugtengdum vinnustöðum sem yfirleitt eru lokaðir almenningi.

Allir þátttakendur fá tækifæri til að prófa að fljúga í fullkomnum flughermi Flugakademíunnar og afslátt í kynnisflug í einni af kennsluvélum skólans. Flugbúðir Flugakademíunnar eru stútfullar af spennandi efni þar sem skiptist á kennsla og fyrirlestrar í bland við vettvangsferðir og verklegar æfingar.

Gestafyrirlesarar úr flugtengdum fögum verða á námskeiðinu, svo sem flugmaður sem segir frá daglegu lífi sínu í millilandaflugi, og eru leiðbeinendur námskeiðssins flugmenn, nemar og kennarar við Flugakademíu Íslands.

Námskeiðið er í þrjá daga, frá þriðjudeginum 10. ágúst til og með fimmtudeginum 12. ágúst frá kl. 9:00 – 15:00 og er námskeiðsgjald 38.900 kr. Innifalið í námsskeiðsgjaldi er hádegismatur, námsgögn, vettvangsferðir og kynningartími í flughermi skólans.

Takmarkað pláss er á námskeiðinu og hvetjum við því áhugasama til að skrá sig sem fyrst. Umsjónarmenn flugbúðanna eru þau Óskar Pétur Sævarsson og Kristjana Henný Axelsdóttir. Frekari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið flugbudir@keilir.net  fréttir af handahófi

Flugfreyja hjá Norwegian dæmd í fangelsi vegna ölvunar

12. apríl 2021

|

Flugfreyja hjá norska flugfélaginu Norwegian hefur verið dæmt til 36 daga fangelisvistar eftir að hún féll á áfengisprófi á flugvellinum í Þrándheimi skömmu fyrir brottför.

MAX vélar Icelandair ná til Orlando og Seattle

20. maí 2021

|

Icelandair er að trekkja sína flugstarfsemi í gang á ný á næstunni en félagið er til að mynda að fjölga flugferðum hratt og bæta við starfsfólki því eftirspurn eftir flugi er að aukast.

Airbus undirbýr lokun á verksmiðju á Spáni

26. maí 2021

|

Airbus undirbýr lokun á þeim verksmiðjum þar sem íhlutir í risaþotuna Airbus A380 hafa verið framleiddir en meðal annars mun önnur af tveimur verksmiðjum Airbus á Spáni loka þar sem ekki eru nein ver

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00