flugfréttir

ICAO boðar til neyðarfundar vegna Hvíta-Rússlands

- Mögulega brot á Chicago-sáttmálanum og á lögum um loftferðir

27. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:25

ICAO hefur boðað til neyðarfundar í dag vegna ástandsins sem hefur skapast eftir að þota frá Ryanair var tilneydd til þess að lenda í Hvíta-Rússlandi sl. sunnudag

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur boðað til neyðarfundar í dag eftir að farþegaþota frá Ryanair var tilneydd til þess að lenda í Minsk í Hvíta-Rússlandi sl. sunnudag á leið sinni frá Aþenu til Vilnius.

Orrustuþotur frá Hvíta-Rússlandi flugu til móts við Ryanair-þotuna og fylgdu henni til Minsk en eftir lendingu mættu útsendarar hvítrússnesku leynilögreglunnar (KGB) um borð og handtóku blaðamanninn og aðgerðarsinnan Roman Protasevich ásamt unnustu hans, Sofia Sapega.

Neyðarfundurinn á vegum ICAO verður haldinn í dag, 27. maí, og munu aðilar frá 36 löndum hittast á fundinum auk ráðamanna frá Hvíta-Rússlandi, Írlandi, Litháen og Póllandi.

Farið verður yfir stöðuna sem hefur skapast en frá því að atvikið átti sér stað um helgina hafa nokkur lönd í Evrópu forðast að fljúga yfir lofthelgi Hvíta-Rússlands og þá gripu flugumferðarstjórar í Póllandi til þess ráðs að meina farþegaþotu frá Hvíta-Rússlandi að fljúga yfir pólska lofthelgi sem varð til þess að sú þota þurfti að snúa við til Minsk á leið sinni til Barcelona.

Evrópa hefur hvatt flest lönd til þess að sneiða hjá Hvíta-Rússlandi og þá hafa flugmálayfirvöld á Indlandi hvatt indversk flugfélög til þess að taka aukaeldsneyti til þess að fljúga framhjá lofthelgi Hvíta-Rússlands.

ICAO bendir á með atvikinu á sunnudaginn hafi alþjóðareglugerðir í fluginu verið brotnar auk þess sem tekið er fram að einnig sé verið að brjóta ákvæði í Chicago-sáttmálanum um loftferðir.

„Við viljum minna á að við tökum stranga afstöðu og förum fram á refsiaðgerðum verði beitt gegn þeim löndum sem brjóta reglugerðir um loftferðir en viljum einnig taka fram að stofnunin hefur ekki vald til þess að setja á bann eða höft á einstaka lönd. Hlutverk okkar er að aðstoða lönd og hvetja ríki til þess að vinna saman er kemur að flugsamgöngum og deila saman lofthelgi á milli landa svo allir njóti ávinningsins“, segir í tilkynningu frá ICAO.  fréttir af handahófi

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00