flugfréttir

Landmannalaugar, Kirkjufell og Langjökull bætast við flotann

- Icelandair stefnir á að fljúga 737 MAX til 22 áfangastaða í ágúst

30. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:26

Icelandair gerir ráð fyrir að vera með níu Boeing 737 MAX þotur í leiðarkerfinu í sumar

Landmannalaugar, Kirkjufell og Langjökull eru nöfnin á þremur nýjum Boeing 737 MAX þotum sem eru að bætast við flota Icelandair þessa daganna.

Tveimur nýjum Boeing 737 MAX þotum var flogið til landsins frá Seattle sl. mánudag sem bættust við þær sex MAX þotur sem félagið hafði fengið afhentar og þá er sú þriðja á leiðinni og verður Icelandair því með níu 737 MAX þotur í rekstri í sumar.

MAX-vélarnar tvær sem voru afhentar í seinustu viku voru TF-ICP, sem er af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og nefnist sú þota „Landmannalaugar“ og TF-ICC, (Boeing 737 MAX 9), sem heitir „Kirkjufell“. Von er á þriðju þotunni loks í þessari viku sem er af gerðinni 737 MAX 9 sem ber skráninguna TF-ICB og heitir sú flugvél „Langjökull“.

Boeing 737 MAX floti Icelandair mun því samanstanda af sex Boeing 737 MAX 8 þotum og þremur 737 MAX 9 þotum en félagið á loks von á að fá eina til viðbótar af gerðinni 737 MAX 8 og tvær af gerðinni 737 MAX 9 og verður félagið því komið með tólf MAX-þotur þegar þær hafa allar verið afhentar.

TF-ICO („Búlandstindur“) á flugvellinum í Munchen í dag

Icelandair stefnir á að fljúga til 32 áfangastaða í sumar og hefur áfangastöðum verið að fjölga jafnt og þétt eftir heimsfaraldurinn.

Af þeim hefur Icelandair gert ráð fyrir að nota Boeing 737 MAX þoturnar til 22 áfangastaða um miðjan ágúst en í Evrópuflugi mun félagið fljúga þotunum til Bergen, Kaupmannahafnar, Helsinki, Billund, Osló, Hamborg, Glasgow, Manchester, Dublin, London Heathrow, London Gatwick, Amsterdam, Brussel, Berlín, Frankfurt, París, Genf, Mílanó og til Madrídar.

Til Norður-Ameríku verða síðan 737 MAX þoturnar notaðar í flugi til Newark, Boston og til Chicago.  fréttir af handahófi

Stefna á að allur flugflotinn verði komin í loftið í maí

30 mars 2021

|

Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur tilkynnt að félagið stefni á að alla flugvélar í flota félagsins verði farnar að fljúga aftur í maí en félagið hefur séð fram á gríðarleg aukningu á bók

Fyrsti ratsjársvarinn fyrir dróna sem fær vottun frá FAA

8. apríl 2021

|

Fyrirtækið uAvionix hefur sett á markað fyrsta ratsjársvarann fyrir dróna sem hefur fengið vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

Focus Aero Solutions í samstarf við Green Africa Airways

25. maí 2021

|

Focus Aero Solutions skrifaði undir samstarfssamning við Green Africa Airways um að annast umsjón ráðninga flugmanna á ATR skrúfuþotur flugfélagsins í byrjun maí.

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00