flugfréttir

Wizz Air mun hætta innanlandsflugi í Noregi

30. maí 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:39

Wizz Air hóf innanlandsflug í Noregi í nóvember í fyrra

Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að félagið ætli sér að hætta öllu innanlandsflugi í Noregi frá og með 14. júní næstkomandi.

Andras Rado, upplýsingafulltrúi Wizz Air, segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin út frá rekstarlegum og fjárhagslegum forsendum og kemur fram að félagið hafi ákveðið að færa framboð sitt yfir á aðra arðbærari markaði þar sem eftirspurn eftir farmiðum er meiri.

Wizz Air segir að síðustu mánuðir hafi sýnt sig að halda úti innanlandsflugi í Noregi hafi ekki skilað félaginu þeim hagnaði sem vonir voru bundnar við og að halda starfseminni áfram sé ekki arðbært miðað við samkeppnina í norsku innanlandsflugi en félagið mun þó halda áfram að fljúga til og frá Noregs í millilandaflugi.

Wizz Air hóf innanlandsflug í Noregi í nóvember árið 2020 en lenti upp á kant við norsk verkalýðsfélög og við norska stjórnmálaflokka sem hvöttu Norðmenn til þess að sniðganga innanlandsflug með félaginu þar sem félagið væri að brjóta lög er varðar kjaramál og starfsmannafélög.  fréttir af handahófi

Samsetning hafin á fyrstu Airbus A321XLR þotunni

21. maí 2021

|

Airbus hefur hafist handa við smíði á fyrsta Airbus A321XLR þotunni en samsetningin hófst eftir að aftari miðjueldsneytistankurinn var afhentur til verksmiðja Airbus í Hamborg á dögunum.

24 flugmenn ráðnir til baka hjá Icelandair

27. apríl 2021

|

Icelandair ætlar að ráða 24 flugmenn aftur til starfa sem bætast við þá 160 flugmenn sem nú þegar hafa verið að störfum hjá félaginu.

Hafa misst pantanir í 1.200 flugvélar á einu ári

14. apríl 2021

|

Boeing hefur misst pantanir í yfir 1.200 flugvélar á síðustu tólf mánuðum og þar af staðfestar pantanir í 800 flugvélar sem bæði má rekja til heimsfaraldursins og einnig til vandamála með Boeing 737

  Nýjustu flugfréttirnar

Grasrótin í stríði við FAA vegna þjálfunar á sérstakar flugvélar

18. júní 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa verið harðlega gagnrýnd undanfarna daga af grasrótarsamtökum í fluginu vestanhafs eftir að stofnunin sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fyirhugaða innleiðingu

Icelandair snýr aftur til Minneapolis

18. júní 2021

|

Icelandair mun snúa aftur til Minneapolis í Bandaríkjunum eftir meira en árshlé vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Áætla yfir 9.000 flugferðir með 737 MAX í júlí

16. júní 2021

|

Southwest Airlines áætlar að fljúga um 9.200 flugferðir í júlí með Boeing 737 MAX þotunum sem samsvarar um 9% af öllum flugferðum í leiðarkerfinu í þeim mánuði.

Í oddaflugi yfir eldgosinu

15. júní 2021

|

Sex kennsluvélar Flugakademíu Íslands flugu á dögunum oddaflug yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum, en flugið var framkvæmt að beiðni Diamond flugvélaframleiðandans, sem hafa mikinn áhuga á því að nýta

Fyrsta þota PLAY komin til landsins

15. júní 2021

|

Fyrsta farþegaþota flugfélagsins PLAY kom til landsins í dag en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:47 eftir ferjuflug frá Chennault International (Lake Charles) flugvellinum í Louisiana í B

Fylla í skarð Stobart Air sem varð gjaldþrota um helgina

14. júní 2021

|

Nokkur dótturfélög á vegum IAG (International Airlines Group) hafa tekið yfir nokkrar af þeim flugleiðum sem Stobart Air skildi eftir sig eftir að félagið hætti flugrekstri um helgina.

„Pólitískar deilur eiga ekki að bitna á fluginu“

14. júní 2021

|

Samgönguráðuneyti Hvíta-Rússlands fordæmir aðgerðir Evrópuríkja sem hafa ákveðið að sniðganga og setja höft á flugsamgöngur á milli Hvíta-Rússlands og Evrópu sem hefndaraðgerðir eftir að farþegaþota

Wizz Air hefur innanlandsflug á Bretlandseyjum

14. júní 2021

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun í júlí ryðja sér leið inn á innanlandsmarkaðinn í Bretlandi með flugi á milli Bretlands og eyjunnar Jersey en þótt að Jersey sé ekki hluti af breska konungs

Ryanair vinnur þriðja málið vegna ríkisstyrkja

10. júní 2021

|

Ryanair hefur unnið mál fyrir dómstólum eftir að lágfargjaldafélagið írska kærði ríkisstyrk til þýska flugfélagsins Condor.

Beechcraft 1900D brotlenti í Myanmar

10. júní 2021

|

Að minnsta kosti tólf eru látnir í flugslysi eftir að flugvél af gerðinni Beechcraft 1900D brotlenti í aðflugi í Myanmar í morgun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00